Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 10:35 Íslendingum eru ekki vandaðar kveðjurnar í ísraelsku sjónvarpi, þar eru þeir dregnir sundur og saman í háði. Ljóst er að almenningur í Ísrael er afar ósáttur við mótmælin á Íslandi og kröfu um að Ísland sniðgangi Eurovisin vegna stríðsins í Gasa. Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. Eins og fram hefur komið hafa íslenskir tónlistarmenn og fleiri sett fram þá kröfu að Eurovision verði sniðgengin ef Ísrael verði með. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gefið það út að samband Eurovision og Söngvakeppninnar verði slitin og tekin ákvörðun um þátttöku í kjölfar niðurstöðu þar. Þetta hefur vakið mikla athygli í Ísraels og þá ekki síður það að meðal tíu þátttakenda í Söngvakeppninni að þessu sinni er Palestínumaðurinn Bashar Murad. Í vikunni var gert hæðst að þessu í ísraelsku sjónvarpi, Stöð 12 sem er sama stöðin og sendir út frá Eurovision. Fyrir þá sem ekki skilja er hér lausleg þýðing: Spyrill: Við heyrum að samtök listamanna á Íslandi vilji sniðganga Eurovision nema Ísrael verði útilokað frá keppni? Hatara-eftirlíking: „Já. Og að baki þessa standa allir íslenskir listamenn sem eru ég, Björk og 3000 ísskúlptúrar. Spyrill: Það er þungi í þessum aðgerðum. En hverjar eru ásakanirnar gagnvart Ísrael? Hatara-eftirlíking: Sko, Ísrael hefur ofsótt Gasani nú í mörg ár án þess að nota „öryggisorðið“. Mitt öryggisorð er til dæmis „Kobe Marom“. Spyrill: Takk fyrir þessar upplýsingar (um öryggisorðið). Eins og ég skil þetta þá eruð þið að fara fram á að á meðan Ísrael sé með þá séuð þið að hvetja aðrar þjóðir til að sniðganga Eurovision? Hatara-eftirlíking: „Það er engin þörf á því. Vil munum vinna, nú þegar okkar fulltrúi verður palestínumaður. Komdu Bashar. Spyrill: Velkominn palenstínski keppandi sem mun verða fulltrúi Íslands í Euriovision, Bashar Murad. Bashar: Gott kvöld. Sjáið hversu frábært nafn mitt er. Ég get sungið Bashar og það rímar við „shar“ (sem á hebresku rímar við Bashar). Eins gott að ég var ekki skírður fraktor. Spyrill: Frábært. En, þú ert ekki raunverulega íslenskur borgari. Þú ert frá Austur-Jerúsalem? Bashar: Já, í rauninni. En í hjarta mínu hef ég alltaf verið Íslendingur, þú veist, náttúran, geysir en palenstínskir geysirar eru ekki eins ánægðir. Hatara-eftirherma: Er enginn geysir í Palestínu? Ég er hneykslaður, og Björk er það líka. Bashar: Við höfðum geysir en þeir eru komnir djúpt í jörðu. Segjum að þeir séu ekki eins virkir núna. Spyrll: Afsakið að ég trufla, en þú ert frá Austur-Jerúsalem. Mér skilst að þú hafir lært í Rimon (tónlistarskóli í Ísrael með áherslu á jazz og nútímatónlist)? Bashar: Já, í Rimon. Ég var þar bara í ár. Síðan hætti ég því ég áttaði mig á því að Rimon var ekki eins og ég hafði haldið. Ég hélt að þar væru flugeldar og sprengjur. Gaman. En svo fann ég út að eina sprengingin var milli Keren Peles og Aya Korem. Spyrill: Útskýrðu fyrir mér sambandið milli þessarar einkennilegu hljómsveitar og Palestínumanna? Bashar: Helstu tengslin eru, bæði í Gasa og í hljómsveitinni, er að þeir setja fólk eins og mig í búr og berja með svipu… Og þannig gengur dælan. Dívan Dana International birtist og skiptist á skætingi við afkárlega fulltrúa Íslands. „Fyrst þeir sniðganga okkur þá sniðgöngum við þá.“ Og svo lýkur þessu á heldur ókræsilegu gríni þess efnis að ef Bashar færi til Gaza muni hann gangast undir kynleiðréttingu án deifingar. Víst er að fólkið í Ísrael er afar ósátt við mótmælin á Íslandi gegn stríðinu á Gasa og er sér að fullu meðvitað um andstöðuna hér. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa íslenskir tónlistarmenn og fleiri sett fram þá kröfu að Eurovision verði sniðgengin ef Ísrael verði með. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gefið það út að samband Eurovision og Söngvakeppninnar verði slitin og tekin ákvörðun um þátttöku í kjölfar niðurstöðu þar. Þetta hefur vakið mikla athygli í Ísraels og þá ekki síður það að meðal tíu þátttakenda í Söngvakeppninni að þessu sinni er Palestínumaðurinn Bashar Murad. Í vikunni var gert hæðst að þessu í ísraelsku sjónvarpi, Stöð 12 sem er sama stöðin og sendir út frá Eurovision. Fyrir þá sem ekki skilja er hér lausleg þýðing: Spyrill: Við heyrum að samtök listamanna á Íslandi vilji sniðganga Eurovision nema Ísrael verði útilokað frá keppni? Hatara-eftirlíking: „Já. Og að baki þessa standa allir íslenskir listamenn sem eru ég, Björk og 3000 ísskúlptúrar. Spyrill: Það er þungi í þessum aðgerðum. En hverjar eru ásakanirnar gagnvart Ísrael? Hatara-eftirlíking: Sko, Ísrael hefur ofsótt Gasani nú í mörg ár án þess að nota „öryggisorðið“. Mitt öryggisorð er til dæmis „Kobe Marom“. Spyrill: Takk fyrir þessar upplýsingar (um öryggisorðið). Eins og ég skil þetta þá eruð þið að fara fram á að á meðan Ísrael sé með þá séuð þið að hvetja aðrar þjóðir til að sniðganga Eurovision? Hatara-eftirlíking: „Það er engin þörf á því. Vil munum vinna, nú þegar okkar fulltrúi verður palestínumaður. Komdu Bashar. Spyrill: Velkominn palenstínski keppandi sem mun verða fulltrúi Íslands í Euriovision, Bashar Murad. Bashar: Gott kvöld. Sjáið hversu frábært nafn mitt er. Ég get sungið Bashar og það rímar við „shar“ (sem á hebresku rímar við Bashar). Eins gott að ég var ekki skírður fraktor. Spyrill: Frábært. En, þú ert ekki raunverulega íslenskur borgari. Þú ert frá Austur-Jerúsalem? Bashar: Já, í rauninni. En í hjarta mínu hef ég alltaf verið Íslendingur, þú veist, náttúran, geysir en palenstínskir geysirar eru ekki eins ánægðir. Hatara-eftirherma: Er enginn geysir í Palestínu? Ég er hneykslaður, og Björk er það líka. Bashar: Við höfðum geysir en þeir eru komnir djúpt í jörðu. Segjum að þeir séu ekki eins virkir núna. Spyrll: Afsakið að ég trufla, en þú ert frá Austur-Jerúsalem. Mér skilst að þú hafir lært í Rimon (tónlistarskóli í Ísrael með áherslu á jazz og nútímatónlist)? Bashar: Já, í Rimon. Ég var þar bara í ár. Síðan hætti ég því ég áttaði mig á því að Rimon var ekki eins og ég hafði haldið. Ég hélt að þar væru flugeldar og sprengjur. Gaman. En svo fann ég út að eina sprengingin var milli Keren Peles og Aya Korem. Spyrill: Útskýrðu fyrir mér sambandið milli þessarar einkennilegu hljómsveitar og Palestínumanna? Bashar: Helstu tengslin eru, bæði í Gasa og í hljómsveitinni, er að þeir setja fólk eins og mig í búr og berja með svipu… Og þannig gengur dælan. Dívan Dana International birtist og skiptist á skætingi við afkárlega fulltrúa Íslands. „Fyrst þeir sniðganga okkur þá sniðgöngum við þá.“ Og svo lýkur þessu á heldur ókræsilegu gríni þess efnis að ef Bashar færi til Gaza muni hann gangast undir kynleiðréttingu án deifingar. Víst er að fólkið í Ísrael er afar ósátt við mótmælin á Íslandi gegn stríðinu á Gasa og er sér að fullu meðvitað um andstöðuna hér.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 „Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56
Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. 27. janúar 2024 20:30
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00
„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. 19. janúar 2024 00:27