Reykjanesbrautinni gæti verið lokað en ófremdarástand ólíklegt Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 11:47 Frá Reykjanesbrautinni í desember 2022 þegar henni var að mestu lokuð í rúman sólarhring. Vísir/Egill Reykjanesbrautin er á óvissustigi sem þýðir að mögulega gæti þurft að loka henni. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þó ólíklegt að vandræðaástand myndist þar líkt og hefur gerst áður. „Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is. Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira
„Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is.
Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Sjá meira