Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2024 12:02 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata óskaði eftir því í desember að Bjarni Benediktsson kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að svara fyrir framkvæmd sölunnar á hlut í Íslandsbanka 22. mars 2022. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46