Stjórnendum fækkar hjá Lyfjastofnun Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 13:20 Rúna Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Arnar Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar. Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar.
Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira