Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Kona er í haldi eftir að sex ára gamalt barn fannst látið á heimili sínu í Kópavogi. Rannsókn er á frumstigi en lögreglu barst tilkynning um málið snemma í morgun.

Gular viðvaranir voru í gildi á sunnan og vestanverðu landinu í dag þegar stormur gekk yfir. Lægja tók síðdegis en Veðurstofan hefur gefið út nýjar gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir spána með veðurfræðingi í beinni.

Þingflokksformaður Pírata segir Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra reyna að kenna Alþingi um hans eigin mistök við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Við förum yfir hitafund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og verðum einnig í beinni frá Alþingi og ræðum við þingmenn um frystingu á framlögum Íslands til mannúðaraðstoðar í Palestínu.

Þá verðum við einnig í beinni frá Karphúsinu þar sem samninganefndir breiðfylkingarinnar hafa setið á fundi með Samtökum atvinnulífsins í dag og í Íslandi í dag standa þeir Steindi og Auddi fyrir kokteilakeppni með helstu barþjónum landsins.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×