Rúnar Alex kemur til FCK frá Arsenal, en hann skrifaði í dag undir samning sem gildir til ársins 2027.
Rúnar hefur lítið sem ekkert verið í myndinni hjá Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2020 og hefur stærstan hluta tíma síns hjá félaginu verið á láni. Fyrst hjá OH Leuven í Belgíu og síðan Alanyaspor í Tyrklandi.
Hann var svo á láni hjá B-deildarliði Cardiff fyrri hluta yfirstandandi tímabils þar sem tækifærin voru af skornum skammti. Hann ákvað því að færa sig um set og er nú orðinn leikmaður FCK.
Rúnar þekkir vel til í dönsku deildinni þar sem hann á að baki 60 leiki með Nordsjælland frá 2014-2018.
F.C. Copenhagen have signed Iceland international goalkeeper Rúnar Alex Rúnarsson on a free transfer in a deal that runs to the summer of 2027. He will wear jersey number 31 #fcklive https://t.co/XYPY6W1rMG
— F.C. København (@FCKobenhavn) February 1, 2024