Björgvin Páll eyðir óvissunni Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 10:23 Björgvin Páll Gústavsson ætlar ekki að verða forseti að svo stöddu. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira