Umfjöllun: Haukar - ÍBV 36-26 | Haukar kjöldrógu Eyjamenn að Ásvöllum Hjörvar Ólafsson skrifar 4. febrúar 2024 17:23 Guðmundur Bragi var öflugur í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Haukar burstuðu ÍBV þegar liðin leiddu saman hesta sína í 14. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Schenker-höllinni að Ásvöllum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 36-26 Haukum í vil. Það var ljóst strax frá upphafi leiks hvoru megin sigurinn myndi enda en Haukar settu upp varnarmúr með Adam Hauk Baumruk og Þráinn Orra Jónsson í hjarta varnarinnar. Þar fyrir aftan var Aron Rafn Eðvarðsson eins og klettur í marki Haukaliðsins. Hinu megin á vellinum var Guðmundur Bragi Ástþórsson í essinu sínu og þá nýtti Brynjólf Snær Brynjólfsson færi sín vel úr hægra horninu. Svo virðist sem Ásgeir Örn Hallgrímsson og Maksim Akbachev hafi nýtt EM-pásuna vel en leikmenn Hauka mættu ferskir til leiks og fengu góða innkomu og framlag frá Guðmundi Hólmari Helgasyni, Ólafi Ægi Ólafssyni, Össuri Haraldssyni og Tjörva Þorgeirssyni. Elmar Erlingsson var einn af fáum ljósu punktum í leik ÍBV í þessum leik en hann var öryggið uppmálað af vítalínunni og var sá eini sem var með lífsmarki í sóknaraðgerðum liðsins. Það er þekkt stef að Haukar séu líkt og díselvél sem byrjar að malla betur og betur þegar líða tekur að vori og spurning hvort að slíkt verði uppi á teningnum á þessu tímabili. Haukar eru þó enn fastir í sjötta sæti deildarinnar með sín 14 stig eftir þennan sigur. Þar fyrir ofan er Fram með 17 stig. ÍBV og Afturelding eru svo í þriðja til fjórða sæti með 19 stig hvort lið. FH trónir á toppnum með 25 stig og Valur situr í öðru sæti með 22 stig. Ásgeir Örn Hallgrímsson er þjálfari Hauka.Vísir/Pawel Ásgeir Örn: Mikil vinna fram undan þrátt fyrir þennan sigur „Við vorum búnir að grafa okkur ofan í holu fyrir áramót og það var ljóst við þurftum að bretta upp ermarnar í fríinu. Þetta var frábær frammistaða en þetta er bara einn sigur og það er næg vinna fram undan að snúa skútunni. Þetta var hins vegar jákvætt skref fram á við,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjáflari Hauka, að leik loknum. „Við erum að endurheimta sterka pósta og leikmenn eru að finna sitt fyrra form hægt og bítandi. Stefán Rafn er meiddur og Úlfur Gunnar var í leikbanni í þessum leik. Við megum ekki fara fram úr okkur þrátt fyrir góða spilamennsku í þessum leik og sannfærandi sigur. Við þurfum að slípa okkar leik enn betur í næstu leikjum,“ sagði Ásgeir Örn enn fremur. „Næsta verkefni er Víkingur í deildinni og svo FH í bikar í kjölfarið á þeim leik. Það er erfið vika handan við hornið og við þurfum á öllu okkar að halda til þess að halda áfram að hala inn stigum í deildinni og koma okkur áfram í bikarnum,“ sagði hann um framhaldið. Magnús: Eiginlega bara orðlaus eftir þessa frammistöðu „Við æfðum vel í fríinu og það var ekkert sem benti til þess að við myndum bara ekki mæta til leiks hér á Ásvelli. Ég á engar skýringar á því hvers vegna við buðum upp á svona slaka spilamennsku. Reynslumiklir leikmenn liðsins voru ólíkir sjálfum sér og töpuðu boltanum trekk í trekk. Það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Magnús Stefánsson, sem er í brúnni hjá Eyjamönnum. „Við höfum áður átt svona dýfur í frammistöðu og fengið skelli. Eftir það höfum við aftur á móti komið sterkir til baka. Þrátt fyrir að hafa ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu þá verðum við að skoða það ofan í kjölinn hvers vegna við vorum svona þungir. Hvort við séum að æfa of stíft eða of lítið. Það er verkefni næstu daga,“ sagði Magnús borubrattur. „Við getum ekki boðið okkar fólki upp á svona leik aftur þegar við fáum Gróttumenn í heimsókn á miðvikudaginn kemur. Það þarf allt annað Eyjalið að fara inn á parketið á miðvikudaginn næsta,“ sagði hann um næsta verkefni Eyjapeyja. Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í leik hjá Eyjamönnum. Vísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar voru vel peppaðir í þessu verkefni og hafa greinilega drillað vel bæði varnarleikinn og sóknarleikinn á meðan á Evrópumótinu stóð. Heimamenn voru með fjölbreytt vopnabúr í sókninni og léku sterka vörn lungann úr leiknum. Það var ferskleiki í leikmönnum Hauka sem voru margir hverjir þungir fyrir áramót og þeir sýndu sitt rétta andlit þetta síðdegið. Hverjir sköruðu fram úr? Guðmundur Bragi stýrði sóknarleik Hauka af stakri prýði áður en hann færði öðrum lyklana að sókninni. Þessi öflugi leikstjórnandi skoraði mörk í öllum regnbogans og skapaði Guðmundur Bragi mörg færi fyrir samherja sína. Þar á meðal Brynjólf Snæ sem fann fjöl sína í höllinni sem hann þekkir svo vel að þessu sinni. Aron Rafn dró tennurnar úr Eyjamönnum með markvörslu sinni. Hvað gekk illa? Eyjamenn mættu ofboðslega flatir til leiks og voru undir á öllum sviðum handboltans. Gestirnir náðu engri stemmingur í varnarleik sinni, þar af leiðandi náðu Pavel Miskevich og Petar Jokanovic sér ekki á strik í marki Eyjaliðsins. Þá var sóknarleikurinn stirður og töpuðu boltarnir fjölmargir. Hvað gerist næst? ÍBV og Grótta eigast við í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur en á fimmtudagskvöldið mætast svo Haukar og Víkingur að Ásvöllum. Olís-deild karla Haukar ÍBV
Haukar burstuðu ÍBV þegar liðin leiddu saman hesta sína í 14. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Schenker-höllinni að Ásvöllum í dag. Lokatölur í leiknum urðu 36-26 Haukum í vil. Það var ljóst strax frá upphafi leiks hvoru megin sigurinn myndi enda en Haukar settu upp varnarmúr með Adam Hauk Baumruk og Þráinn Orra Jónsson í hjarta varnarinnar. Þar fyrir aftan var Aron Rafn Eðvarðsson eins og klettur í marki Haukaliðsins. Hinu megin á vellinum var Guðmundur Bragi Ástþórsson í essinu sínu og þá nýtti Brynjólf Snær Brynjólfsson færi sín vel úr hægra horninu. Svo virðist sem Ásgeir Örn Hallgrímsson og Maksim Akbachev hafi nýtt EM-pásuna vel en leikmenn Hauka mættu ferskir til leiks og fengu góða innkomu og framlag frá Guðmundi Hólmari Helgasyni, Ólafi Ægi Ólafssyni, Össuri Haraldssyni og Tjörva Þorgeirssyni. Elmar Erlingsson var einn af fáum ljósu punktum í leik ÍBV í þessum leik en hann var öryggið uppmálað af vítalínunni og var sá eini sem var með lífsmarki í sóknaraðgerðum liðsins. Það er þekkt stef að Haukar séu líkt og díselvél sem byrjar að malla betur og betur þegar líða tekur að vori og spurning hvort að slíkt verði uppi á teningnum á þessu tímabili. Haukar eru þó enn fastir í sjötta sæti deildarinnar með sín 14 stig eftir þennan sigur. Þar fyrir ofan er Fram með 17 stig. ÍBV og Afturelding eru svo í þriðja til fjórða sæti með 19 stig hvort lið. FH trónir á toppnum með 25 stig og Valur situr í öðru sæti með 22 stig. Ásgeir Örn Hallgrímsson er þjálfari Hauka.Vísir/Pawel Ásgeir Örn: Mikil vinna fram undan þrátt fyrir þennan sigur „Við vorum búnir að grafa okkur ofan í holu fyrir áramót og það var ljóst við þurftum að bretta upp ermarnar í fríinu. Þetta var frábær frammistaða en þetta er bara einn sigur og það er næg vinna fram undan að snúa skútunni. Þetta var hins vegar jákvætt skref fram á við,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjáflari Hauka, að leik loknum. „Við erum að endurheimta sterka pósta og leikmenn eru að finna sitt fyrra form hægt og bítandi. Stefán Rafn er meiddur og Úlfur Gunnar var í leikbanni í þessum leik. Við megum ekki fara fram úr okkur þrátt fyrir góða spilamennsku í þessum leik og sannfærandi sigur. Við þurfum að slípa okkar leik enn betur í næstu leikjum,“ sagði Ásgeir Örn enn fremur. „Næsta verkefni er Víkingur í deildinni og svo FH í bikar í kjölfarið á þeim leik. Það er erfið vika handan við hornið og við þurfum á öllu okkar að halda til þess að halda áfram að hala inn stigum í deildinni og koma okkur áfram í bikarnum,“ sagði hann um framhaldið. Magnús: Eiginlega bara orðlaus eftir þessa frammistöðu „Við æfðum vel í fríinu og það var ekkert sem benti til þess að við myndum bara ekki mæta til leiks hér á Ásvelli. Ég á engar skýringar á því hvers vegna við buðum upp á svona slaka spilamennsku. Reynslumiklir leikmenn liðsins voru ólíkir sjálfum sér og töpuðu boltanum trekk í trekk. Það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Magnús Stefánsson, sem er í brúnni hjá Eyjamönnum. „Við höfum áður átt svona dýfur í frammistöðu og fengið skelli. Eftir það höfum við aftur á móti komið sterkir til baka. Þrátt fyrir að hafa ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu þá verðum við að skoða það ofan í kjölinn hvers vegna við vorum svona þungir. Hvort við séum að æfa of stíft eða of lítið. Það er verkefni næstu daga,“ sagði Magnús borubrattur. „Við getum ekki boðið okkar fólki upp á svona leik aftur þegar við fáum Gróttumenn í heimsókn á miðvikudaginn kemur. Það þarf allt annað Eyjalið að fara inn á parketið á miðvikudaginn næsta,“ sagði hann um næsta verkefni Eyjapeyja. Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í leik hjá Eyjamönnum. Vísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar voru vel peppaðir í þessu verkefni og hafa greinilega drillað vel bæði varnarleikinn og sóknarleikinn á meðan á Evrópumótinu stóð. Heimamenn voru með fjölbreytt vopnabúr í sókninni og léku sterka vörn lungann úr leiknum. Það var ferskleiki í leikmönnum Hauka sem voru margir hverjir þungir fyrir áramót og þeir sýndu sitt rétta andlit þetta síðdegið. Hverjir sköruðu fram úr? Guðmundur Bragi stýrði sóknarleik Hauka af stakri prýði áður en hann færði öðrum lyklana að sókninni. Þessi öflugi leikstjórnandi skoraði mörk í öllum regnbogans og skapaði Guðmundur Bragi mörg færi fyrir samherja sína. Þar á meðal Brynjólf Snæ sem fann fjöl sína í höllinni sem hann þekkir svo vel að þessu sinni. Aron Rafn dró tennurnar úr Eyjamönnum með markvörslu sinni. Hvað gekk illa? Eyjamenn mættu ofboðslega flatir til leiks og voru undir á öllum sviðum handboltans. Gestirnir náðu engri stemmingur í varnarleik sinni, þar af leiðandi náðu Pavel Miskevich og Petar Jokanovic sér ekki á strik í marki Eyjaliðsins. Þá var sóknarleikurinn stirður og töpuðu boltarnir fjölmargir. Hvað gerist næst? ÍBV og Grótta eigast við í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur en á fimmtudagskvöldið mætast svo Haukar og Víkingur að Ásvöllum.