Eins og hundrað kílóum léttari eftir að hafa tæmt húsið Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 4. febrúar 2024 19:57 Andrea Ævarsdóttir var meðal þeirra sem tæmdu búslóð sína úr Grindavík í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira