Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2024 11:56 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hafði lengi stefnt að því að eignast Zodiak-bát. Sveitin fékk styrk frá FISK og draumurinn var að rætast en þau lentu í svikahröppum. Svo virðist sem þeir hjá Sportbátum stundi að fá greitt fyrir vörurnar en afhenda þær ekki. Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira