Sótti um vernd vopnaður kennsluefni í að koma illa fram við konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 17:37 Maðurinn kom til Ísland þann 30. janúar síðastliðinn. Hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Erlendur karlmaður sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í lok janúar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til umfjöllunar. Í fórum hans fannst efni um hvernig eigi að beita konur misrétti. Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér. Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér.
Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira