Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2024 19:32 Unnið er að því að klára hönnun og skipulag. vísir/grafík Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. Það var á borgarstjórnarfundi í dag sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti hönnun nýja svæðisins. Hluti Austurstrætis hefur lengi verið göngugata, fram að gatnamótum Pósthússtrætis, en nú á að klára verkefnið og verður strætið allt að göngugötu. Veltusundið og Kirkjustræti breytast í göngugötu. Pósthússtrætið verður metið í samráði og verður annað hvort vistgata eða göngugata. „Og þetta mun gera svæðið að fjölnota skemmtilegu rými, bæði fyrir leik, samverustundir fjölskyldna og vina en líka þjóna mun vel veitingarekstri hér á svæðinu og verða svæði sem mun nýtast í því samhengi,“ segir Dóra Björt. Nú sé unnið að því að klára hönnun og skipulag auk þess sem fulltrúar borgarinnar ætla að hefja samtal við íbúa og atvinnulífið á svæðinu. Hér má sjá hönnun svæðisins.karres brands/sprint studio Dóra Björt segir breytinguna lyftistöng fyrir svæðið sem almannarými þar sem áhersla verður lögð á gróður, áningarstaði og lýsingu. „Þetta er sögulegt svæði og er í raun fyrsta skilgreinda göngugata borgarinnar, meðal annars árið1974 og svo aftur 1986 að mér skilst.“ Dóra Björt kynnti hönnunina á borgarstjórnarfundi í dag.karres brands/sprint studio Því hafi verið ákveðið að huga að sögunni í hönnun og mun hið gamla mæta hinu nýja. „Hérna þessi gatnamót við Pósthússtrætið var áður hlið inn í Reykjavík þegar þú komst sjóleiðina og það á að lyfta því í hönnuninni þannig þetta verður ótrúlega fallegt og mun halda vel utan um fólk.“ Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Það var á borgarstjórnarfundi í dag sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti hönnun nýja svæðisins. Hluti Austurstrætis hefur lengi verið göngugata, fram að gatnamótum Pósthússtrætis, en nú á að klára verkefnið og verður strætið allt að göngugötu. Veltusundið og Kirkjustræti breytast í göngugötu. Pósthússtrætið verður metið í samráði og verður annað hvort vistgata eða göngugata. „Og þetta mun gera svæðið að fjölnota skemmtilegu rými, bæði fyrir leik, samverustundir fjölskyldna og vina en líka þjóna mun vel veitingarekstri hér á svæðinu og verða svæði sem mun nýtast í því samhengi,“ segir Dóra Björt. Nú sé unnið að því að klára hönnun og skipulag auk þess sem fulltrúar borgarinnar ætla að hefja samtal við íbúa og atvinnulífið á svæðinu. Hér má sjá hönnun svæðisins.karres brands/sprint studio Dóra Björt segir breytinguna lyftistöng fyrir svæðið sem almannarými þar sem áhersla verður lögð á gróður, áningarstaði og lýsingu. „Þetta er sögulegt svæði og er í raun fyrsta skilgreinda göngugata borgarinnar, meðal annars árið1974 og svo aftur 1986 að mér skilst.“ Dóra Björt kynnti hönnunina á borgarstjórnarfundi í dag.karres brands/sprint studio Því hafi verið ákveðið að huga að sögunni í hönnun og mun hið gamla mæta hinu nýja. „Hérna þessi gatnamót við Pósthússtrætið var áður hlið inn í Reykjavík þegar þú komst sjóleiðina og það á að lyfta því í hönnuninni þannig þetta verður ótrúlega fallegt og mun halda vel utan um fólk.“
Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent