Tvíburar taka yfir hjá egypska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Mohamed Salah meiddist í öðrum leik Egypta og missti af restinni af Afríkukeppninni sem var mikið áfall fyrir liðið. Hér svekkir Salah sig í stúkunni. Getty/Visionhaus Markahæsti leikmaður egypska landsliðsins frá upphafi er tekinn við sem þjálfari landsliðsins eftir ófarir liðsins í Afríkukeppninni á dögunum. Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024 Egyptaland Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024
Egyptaland Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira