Saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Keflvíkingar saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift vegna félagaskipta Írenu Sólar Jónsdóttur. grafík/sara Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar. Á dögunum gekk Írena í raðir Njarðvíkur frá Keflavíkur. Lítil ánægja er hjá Keflvíkingum með hvernig Njarðvíkingar stóðu að félagaskiptunum. Þeir segja að fulltrúi Njarðvíkur hafi skrifað nafn varaformanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingva Þórs Hákonarsonar, undir félagaskiptin, án þess að láta hann vita. Og málið er núna komið inn á borð KKÍ. „Það var leitað til mín og ég staðfesti að ég skrifaði ekki undir þetta. Annað er bara í höndum KKÍ,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi í dag. Írena skipti yfir til Njarðvíkur frá Keflavík á miðvikudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu, áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Nafn mitt var ritað á þessi skipti án minnar vitundar. Morguninn eftir létu Njarðvíkingar mig vita að þeir hefðu gert þetta í einhverjum flýti,“ sagði Ingvi. „Ég veit ekki hversu þekkt það er að þú lætur kvitta fyrir þig en þá finnst mér alltaf við hæfi að viðkomandi viti af því. Við hefðum aldrei staðið í vegi fyrir þessum félagaskiptum en það var bara kvittað undir án þess að tala við okkur, hver svo sem ástæðan var,“ sagði Ingvi. Keflavík og Njarðvík enduðu í tveimur efstu sætum í fyrri hluta Subway deildar kvenna. Keflvíkingar fengu 28 stig en Njarðvíkingar 26. Írena lék níu leiki með Keflavík áður en hún skipti yfir í Njarðvík. Hún spilaði 7,3 mínútur að meðaltali í leik. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Á dögunum gekk Írena í raðir Njarðvíkur frá Keflavíkur. Lítil ánægja er hjá Keflvíkingum með hvernig Njarðvíkingar stóðu að félagaskiptunum. Þeir segja að fulltrúi Njarðvíkur hafi skrifað nafn varaformanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingva Þórs Hákonarsonar, undir félagaskiptin, án þess að láta hann vita. Og málið er núna komið inn á borð KKÍ. „Það var leitað til mín og ég staðfesti að ég skrifaði ekki undir þetta. Annað er bara í höndum KKÍ,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi í dag. Írena skipti yfir til Njarðvíkur frá Keflavík á miðvikudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu, áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Nafn mitt var ritað á þessi skipti án minnar vitundar. Morguninn eftir létu Njarðvíkingar mig vita að þeir hefðu gert þetta í einhverjum flýti,“ sagði Ingvi. „Ég veit ekki hversu þekkt það er að þú lætur kvitta fyrir þig en þá finnst mér alltaf við hæfi að viðkomandi viti af því. Við hefðum aldrei staðið í vegi fyrir þessum félagaskiptum en það var bara kvittað undir án þess að tala við okkur, hver svo sem ástæðan var,“ sagði Ingvi. Keflavík og Njarðvík enduðu í tveimur efstu sætum í fyrri hluta Subway deildar kvenna. Keflvíkingar fengu 28 stig en Njarðvíkingar 26. Írena lék níu leiki með Keflavík áður en hún skipti yfir í Njarðvík. Hún spilaði 7,3 mínútur að meðaltali í leik.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira