Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 11:27 Frá mótmælum gegn laxeldi á Austurvelli. Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. „Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan. Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan.
Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47