Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu hefst: „Full ástæða til þess að vera bjartsýnn“ Árni Sæberg skrifar 8. febrúar 2024 09:01 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni sem ákærður er fyrir skipulagningu hryðjuverka. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur verður skipaður þremur embættisdómurum vegna umfangs og efnis málsins. Verjandi annars sakborninga segir fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir niðurstöðu málsins. Hryðjuverkamálið hófst þann 21. september árið 2022 þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ruddust inn í iðnaðarbil í Mosfellsbæ og handtóku þar þrjá menn. Einn var handtekinn í Kópavogi í tengslum við aðgerðir lögreglu. Svo fór að tveir mannanna Sindri Snær Birgisson, 26 ára, og Ísidór Nathansson, 25 ára, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli gruns um skipulagningu hryðjuverka. Þann níunda október árið 2022 var gefin út ákæra á hendur mönnunum tveimur. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot og Ísidór fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, vopnalagabrot og minniháttar fíkniefnabrot Vísað frá héraði Þann 6. febrúar árið 2023 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur málinu frá dómi á þeim grundvelli að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Ákæran væri því haldin slíkum annmörkum að hún fullnægði ekki skilyrðum laga um meðferð sakamála. Fjórum dögum síðar staðfesti Landsréttur frávísunarúrskurð og ákæruvaldið var komið aftur á byrjunarreit í málinu. Símon Sigvaldason, einn þriggja Landsréttardómara, skilaði sératkvæði og sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Ákæra í hryðjuverkamálinu, taka tvö Þann 12. júní síðastliðinn var ný ákæra þingfest í málinu. Sú var öllu ítarlegri og þar var farið yfir meinta skipulagningu hryðjuverka. Í henni var órum þeirra Sindra Snæs og Ísidórs um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk lýst og farið yfir samskipti þeirra um aðdáun þeirra á óþokkum á borð við Fjotolf Hansen, sem betur er þekktur sem Anders Behring Breivik. Vísir fjallaði ítarlega um seinni ákæruna og rakti málið allt við það tækifæri. Seinni ákæran hlaut þó ekki náð fyrir augum Daða Kristjánssonar héraðsdómara, sem féllst á kröfu Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs, um frávísun málsins. Landsréttur ósammála og dómarinn fékk reisupassann Héraðssaksóknari kærði úrskurð Daða til Landsréttar og krafðist þess að málið yrði tekið til efnismeðferðar. Landsréttur felldi frávísunarúrskurðinn úr gildi þann 23. október síðastliðinn. Sveinn Andri sagðist þá vera ósammála niðurstöðu Landsréttar og sagði að niðurstaða héraðsdóms hefði verið vel rökstudd. „En Landsréttur hefur lokaorðið. En það má kannski segja að maður vill fiska eitthvað jákvætt út úr þessu þá verður hreinlegra og betra til lengri tíma litið að fá hreina og klára sýknu frekar en að málið endi úti í skurði eins og allt stefndi í.“ Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins, ákvað í kjölfarið að fara fram á það að Daði úrskurðaði um eigið vanhæfi í málinu. Hann taldi að Daði hefði með frávísunarúrskurði sínum tekið efnislega afstöðu til ákærunnar. Daði hélt nú ekki og Karl Ingi kærði þann úrskurð til Landsréttar, sem féllst á að Daði væri vanhæfur. Þá niðurstöðu var Sveinn Andri ekki sáttur með. Fjölskipaður dómur og sakborningar mega hlýða hvor á annan Nú er svo komið að aðalmeðferð hefst loksins klukkan 09:15 í dag í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sveinn Andri segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að dómur í málinu verði fjölskipaður. Enginn sérfræðingur sé meðal dómenda, líkt og oftast er þegar dómar eru fjölskipaðir, heldur dæmi þrír embættisdómarar í málinu. Það sé einfaldlega vegna umfangs og efnis málsins. Þá segir hann að tekist hafi verið á um ýmislegt frá því að ljóst varð að málið fengi efnislega meðferð. Auk vanhæfis dómara hafi ákæruvaldið til dæmis krafist þess að sakborningarnir tveir fengu ekki að hlýða hvor á annan. Dómurinn hafi ekki fallist á það. Það þýði þó ekki endilega að fjölmiðlum verði frjálst að flytja fréttir af aðalmeðferðinni fyrir málflutning næsta föstudag. Færst hefur í aukana að dómarar nýti sér heimild í lögum um meðferð sakamála til þess að banna fréttaflutning á meðan skýrslutökur fara fram. Ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna ásetning Að lokum segir Sveinn Andri að hann sé nokkuð brattur fyrir aðalmeðferðinni, sem áætlað er að taki heila fimm dag. „Það er full ástæða til þess að vera bjartsýnn. Af því að ákæruvaldinu hefur, að mínu mati, með engu móti tekist að leiða að því líkur að þarna hafi tilraunaásetningur verið til staðar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Hryðjuverkamálið hófst þann 21. september árið 2022 þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ruddust inn í iðnaðarbil í Mosfellsbæ og handtóku þar þrjá menn. Einn var handtekinn í Kópavogi í tengslum við aðgerðir lögreglu. Svo fór að tveir mannanna Sindri Snær Birgisson, 26 ára, og Ísidór Nathansson, 25 ára, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli gruns um skipulagningu hryðjuverka. Þann níunda október árið 2022 var gefin út ákæra á hendur mönnunum tveimur. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot og Ísidór fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, vopnalagabrot og minniháttar fíkniefnabrot Vísað frá héraði Þann 6. febrúar árið 2023 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur málinu frá dómi á þeim grundvelli að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Ákæran væri því haldin slíkum annmörkum að hún fullnægði ekki skilyrðum laga um meðferð sakamála. Fjórum dögum síðar staðfesti Landsréttur frávísunarúrskurð og ákæruvaldið var komið aftur á byrjunarreit í málinu. Símon Sigvaldason, einn þriggja Landsréttardómara, skilaði sératkvæði og sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Ákæra í hryðjuverkamálinu, taka tvö Þann 12. júní síðastliðinn var ný ákæra þingfest í málinu. Sú var öllu ítarlegri og þar var farið yfir meinta skipulagningu hryðjuverka. Í henni var órum þeirra Sindra Snæs og Ísidórs um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk lýst og farið yfir samskipti þeirra um aðdáun þeirra á óþokkum á borð við Fjotolf Hansen, sem betur er þekktur sem Anders Behring Breivik. Vísir fjallaði ítarlega um seinni ákæruna og rakti málið allt við það tækifæri. Seinni ákæran hlaut þó ekki náð fyrir augum Daða Kristjánssonar héraðsdómara, sem féllst á kröfu Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sindra Snæs, um frávísun málsins. Landsréttur ósammála og dómarinn fékk reisupassann Héraðssaksóknari kærði úrskurð Daða til Landsréttar og krafðist þess að málið yrði tekið til efnismeðferðar. Landsréttur felldi frávísunarúrskurðinn úr gildi þann 23. október síðastliðinn. Sveinn Andri sagðist þá vera ósammála niðurstöðu Landsréttar og sagði að niðurstaða héraðsdóms hefði verið vel rökstudd. „En Landsréttur hefur lokaorðið. En það má kannski segja að maður vill fiska eitthvað jákvætt út úr þessu þá verður hreinlegra og betra til lengri tíma litið að fá hreina og klára sýknu frekar en að málið endi úti í skurði eins og allt stefndi í.“ Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins, ákvað í kjölfarið að fara fram á það að Daði úrskurðaði um eigið vanhæfi í málinu. Hann taldi að Daði hefði með frávísunarúrskurði sínum tekið efnislega afstöðu til ákærunnar. Daði hélt nú ekki og Karl Ingi kærði þann úrskurð til Landsréttar, sem féllst á að Daði væri vanhæfur. Þá niðurstöðu var Sveinn Andri ekki sáttur með. Fjölskipaður dómur og sakborningar mega hlýða hvor á annan Nú er svo komið að aðalmeðferð hefst loksins klukkan 09:15 í dag í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sveinn Andri segir í samtali við Vísi að ákveðið hafi verið að dómur í málinu verði fjölskipaður. Enginn sérfræðingur sé meðal dómenda, líkt og oftast er þegar dómar eru fjölskipaðir, heldur dæmi þrír embættisdómarar í málinu. Það sé einfaldlega vegna umfangs og efnis málsins. Þá segir hann að tekist hafi verið á um ýmislegt frá því að ljóst varð að málið fengi efnislega meðferð. Auk vanhæfis dómara hafi ákæruvaldið til dæmis krafist þess að sakborningarnir tveir fengu ekki að hlýða hvor á annan. Dómurinn hafi ekki fallist á það. Það þýði þó ekki endilega að fjölmiðlum verði frjálst að flytja fréttir af aðalmeðferðinni fyrir málflutning næsta föstudag. Færst hefur í aukana að dómarar nýti sér heimild í lögum um meðferð sakamála til þess að banna fréttaflutning á meðan skýrslutökur fara fram. Ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna ásetning Að lokum segir Sveinn Andri að hann sé nokkuð brattur fyrir aðalmeðferðinni, sem áætlað er að taki heila fimm dag. „Það er full ástæða til þess að vera bjartsýnn. Af því að ákæruvaldinu hefur, að mínu mati, með engu móti tekist að leiða að því líkur að þarna hafi tilraunaásetningur verið til staðar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira