Íslendingar, innflytjendur – og íslenska Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 7. febrúar 2024 17:31 Innflytjenda- og útlendingamál eru heitasta umræðuefnið í samfélaginu um þessar mundir. Í „Torginu“, ágætum umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær, voru þátttakendur sammála um að íslenskan væri mikilvægasti þátturinn í inngildingu innflytjenda og rótfestingu þeirra í íslensku samfélagi. En það er mikilvægt að skoða þennan þátt frá þremur sjónarhornum: Sjónarmiði (innfæddra) Íslendinga, sjónarhorni innflytjenda, og sjónarhorni íslenskunnar. Inngildingin veltur á því að okkur takist að sætta þessi sjónarmið sem stundum stangast dálítið á – og ekki bara sætta þau á yfirborðinu, heldur samþætta þau í eina heildstæða málstefnu. Í þeirri málstefnu þurfa allir aðilar að gefa eitthvað eftir en fá í staðinn eitthvað á móti. Íslendingar þurfa að sætta sig við að geta ekki notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en eiga á móti rétt á íslenska sé notuð þar sem þess er nokkur kostur og ávallt sé reynt að koma til móts við þá á einhvern hátt. Innflytjendur þurfa að leggja það á sig að læra íslensku, en eiga á móti rétt á að þeim sé liðsinnt við það og komið til móts við þá með góðum ókeypis íslenskunámskeiðum, vönduðum kennslugögnum, íslenskukennslu á vinnutíma og síðast en síst umburðarlyndi gagnvart ófullkominni íslensku. Íslenskan verður að sætta sig við að vera stundum töluð með hreim, ófullkomnum beygingum og óvenjulegri orðaröð, en fær á móti tækifæri til að lifa og dafna um langa framtíð og vera burðarás í fjölmenningarsamfélagi. Það virðist vera almenn skoðun Íslendinga að íslenskan sé sérlega erfitt tungumál – og það er eiginlega eins og við viljum hafa það þannig, okkur sé metnaðarmál að íslenskan sé erfið og finnist hún verða merkilegra tungumál fyrir vikið. En það er ekkert sem bendir til þess að íslenska sé erfiðari en gengur og gerist um tungumál – erfiðleikastig tungumáls fer eftir ýmsu, svo sem móðurmáli þeirra sem eru að læra málið, þeim málum sem þau kunna, o.s.frv. Ég hef lengi talið að þessi hugmynd eigi einkum rætur í því að vegna þess hve lengi Ísland var eintyngt samfélag erum við svo óvön að heyra íslensku talaða af öðrum en þeim sem eiga hana að móðurmáli að við dæmum öll frávik frá venjulegu máli mjög hart. Þetta leiðir til þess að við gerum mjög oft athugasemd við málfar þeirra sem eru að læra íslensku, hvort sem það er hreimur, beygingar eða annað, látum í ljós óþolinmæði og skiptum iðulega yfir í ensku. Þess vegna missir fólk kjarkinn, gefst upp á íslenskunni og fær það á tilfinninguna að það geti ekki gert neitt rétt og íslenskan hljóti þess vegna að vera óskaplega erfið – og vissulega er íslenska erfið ef ætlast er til að hún sé töluð fullkomlega rétt. En það gildir vitanlega um öll tungumál. Það er ekkert síður erfitt að ná móðurmálsfærni í ensku en íslensku eins og hér var nýlega skrifað um. Enskumælandi fólk er hins vegar vant því að heyra ensku talaða á ótal vegu og kippir sér venjulega ekkert upp við það. Rannsóknir benda til þess að mikill meirihluti innflytjenda vilji læra íslensku. En með því að bregðast ekki nógu vel við tilraunum fólksins og vilja til þess að tala málið hrekjum við það yfir í ensku. Margt fólk sem hingað kemur lærir ensku á undan íslensku – eða í staðinn fyrir íslensku – og á samskipti við Íslendinga og aðra hópa innflytjenda á ensku, enda þótt hún sé ekki móðurmál þess. Þetta er auðvitað ekki fullkomin enska, meira að segja oft mjög léleg enska. En okkur er alveg sama um það, enda er okkar enska ekki fullkomin heldur þótt við höldum það oft. Við erum viðkvæm fyrir hönd íslenskunnar en ekki enskunnar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt – en ef við viljum íslenskunni vel er grundvallaratriði að breyta um viðhorf. Í Facebook-hópnum Málspjall hefur undanfarið töluvert verið rætt um athugasemdir sem gerðar eru við „ófullkomna“ íslensku fólks sem er að læra málið. Sum þeirra sem taka þátt í umræðunni segjast þekkja slíkar athugasemdir vel en önnur segjast ekkert kannast við slíkt þrátt fyrir að umgangast innflytjendur mikið. Í sjálfu sér þarf þetta ekkert að vera óeðlilegt – auðvitað eru aðstæður misjafnar, við umgöngumst ekki öll sama eða sams konar fólk og reynsla okkar getur því verið ólík í þessu efni eins og öðrum. Það er samt athyglisvert að Íslendingar virðast sjaldnast kannast við athugasemdir af þessu tagi en innflytjendur þekkja þær yfirleitt vel. Þótt ég geti auðvitað ekki fullyrt neitt um þetta grunar mig að þessi munur sé ekki tilviljun. Mér finnst mun líklegra að þarna sé iðulega um að ræða öráreitni sem við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum ekki eftir, af því að við verðum ekki fyrir henni. „Öráreitni er hugtak sem notað er yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og eiga sinn þátt í jaðarsetningu þess“ segir á vefnum Hinsegin frá Ö til A. Oft eru þetta góðlátlegar athugasemdir eða grín sem ekki er illa meint en verkar samt stuðandi á fólk sem fyrir því verður þótt öðrum finnist það jafnvel krúttlegt. Vissulega má gæta þess að lenda ekki í ofurviðkvæmni hvað þetta varðar en það skiptir máli að við hugum að því hvernig við bregðumst við frávikum í máli innflytjenda. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Innflytjenda- og útlendingamál eru heitasta umræðuefnið í samfélaginu um þessar mundir. Í „Torginu“, ágætum umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær, voru þátttakendur sammála um að íslenskan væri mikilvægasti þátturinn í inngildingu innflytjenda og rótfestingu þeirra í íslensku samfélagi. En það er mikilvægt að skoða þennan þátt frá þremur sjónarhornum: Sjónarmiði (innfæddra) Íslendinga, sjónarhorni innflytjenda, og sjónarhorni íslenskunnar. Inngildingin veltur á því að okkur takist að sætta þessi sjónarmið sem stundum stangast dálítið á – og ekki bara sætta þau á yfirborðinu, heldur samþætta þau í eina heildstæða málstefnu. Í þeirri málstefnu þurfa allir aðilar að gefa eitthvað eftir en fá í staðinn eitthvað á móti. Íslendingar þurfa að sætta sig við að geta ekki notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en eiga á móti rétt á íslenska sé notuð þar sem þess er nokkur kostur og ávallt sé reynt að koma til móts við þá á einhvern hátt. Innflytjendur þurfa að leggja það á sig að læra íslensku, en eiga á móti rétt á að þeim sé liðsinnt við það og komið til móts við þá með góðum ókeypis íslenskunámskeiðum, vönduðum kennslugögnum, íslenskukennslu á vinnutíma og síðast en síst umburðarlyndi gagnvart ófullkominni íslensku. Íslenskan verður að sætta sig við að vera stundum töluð með hreim, ófullkomnum beygingum og óvenjulegri orðaröð, en fær á móti tækifæri til að lifa og dafna um langa framtíð og vera burðarás í fjölmenningarsamfélagi. Það virðist vera almenn skoðun Íslendinga að íslenskan sé sérlega erfitt tungumál – og það er eiginlega eins og við viljum hafa það þannig, okkur sé metnaðarmál að íslenskan sé erfið og finnist hún verða merkilegra tungumál fyrir vikið. En það er ekkert sem bendir til þess að íslenska sé erfiðari en gengur og gerist um tungumál – erfiðleikastig tungumáls fer eftir ýmsu, svo sem móðurmáli þeirra sem eru að læra málið, þeim málum sem þau kunna, o.s.frv. Ég hef lengi talið að þessi hugmynd eigi einkum rætur í því að vegna þess hve lengi Ísland var eintyngt samfélag erum við svo óvön að heyra íslensku talaða af öðrum en þeim sem eiga hana að móðurmáli að við dæmum öll frávik frá venjulegu máli mjög hart. Þetta leiðir til þess að við gerum mjög oft athugasemd við málfar þeirra sem eru að læra íslensku, hvort sem það er hreimur, beygingar eða annað, látum í ljós óþolinmæði og skiptum iðulega yfir í ensku. Þess vegna missir fólk kjarkinn, gefst upp á íslenskunni og fær það á tilfinninguna að það geti ekki gert neitt rétt og íslenskan hljóti þess vegna að vera óskaplega erfið – og vissulega er íslenska erfið ef ætlast er til að hún sé töluð fullkomlega rétt. En það gildir vitanlega um öll tungumál. Það er ekkert síður erfitt að ná móðurmálsfærni í ensku en íslensku eins og hér var nýlega skrifað um. Enskumælandi fólk er hins vegar vant því að heyra ensku talaða á ótal vegu og kippir sér venjulega ekkert upp við það. Rannsóknir benda til þess að mikill meirihluti innflytjenda vilji læra íslensku. En með því að bregðast ekki nógu vel við tilraunum fólksins og vilja til þess að tala málið hrekjum við það yfir í ensku. Margt fólk sem hingað kemur lærir ensku á undan íslensku – eða í staðinn fyrir íslensku – og á samskipti við Íslendinga og aðra hópa innflytjenda á ensku, enda þótt hún sé ekki móðurmál þess. Þetta er auðvitað ekki fullkomin enska, meira að segja oft mjög léleg enska. En okkur er alveg sama um það, enda er okkar enska ekki fullkomin heldur þótt við höldum það oft. Við erum viðkvæm fyrir hönd íslenskunnar en ekki enskunnar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt – en ef við viljum íslenskunni vel er grundvallaratriði að breyta um viðhorf. Í Facebook-hópnum Málspjall hefur undanfarið töluvert verið rætt um athugasemdir sem gerðar eru við „ófullkomna“ íslensku fólks sem er að læra málið. Sum þeirra sem taka þátt í umræðunni segjast þekkja slíkar athugasemdir vel en önnur segjast ekkert kannast við slíkt þrátt fyrir að umgangast innflytjendur mikið. Í sjálfu sér þarf þetta ekkert að vera óeðlilegt – auðvitað eru aðstæður misjafnar, við umgöngumst ekki öll sama eða sams konar fólk og reynsla okkar getur því verið ólík í þessu efni eins og öðrum. Það er samt athyglisvert að Íslendingar virðast sjaldnast kannast við athugasemdir af þessu tagi en innflytjendur þekkja þær yfirleitt vel. Þótt ég geti auðvitað ekki fullyrt neitt um þetta grunar mig að þessi munur sé ekki tilviljun. Mér finnst mun líklegra að þarna sé iðulega um að ræða öráreitni sem við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum ekki eftir, af því að við verðum ekki fyrir henni. „Öráreitni er hugtak sem notað er yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og eiga sinn þátt í jaðarsetningu þess“ segir á vefnum Hinsegin frá Ö til A. Oft eru þetta góðlátlegar athugasemdir eða grín sem ekki er illa meint en verkar samt stuðandi á fólk sem fyrir því verður þótt öðrum finnist það jafnvel krúttlegt. Vissulega má gæta þess að lenda ekki í ofurviðkvæmni hvað þetta varðar en það skiptir máli að við hugum að því hvernig við bregðumst við frávikum í máli innflytjenda. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun