Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 19:29 Martin Griffiths er yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna. AP Yfirmaður hjálparsamtaka sameinuðu þjóðanna biðlaði í dag til a að gleyma ekki því neyðarástandi sem nú stendur yfir í Súdan, en þar hefur stríð geisað í landinu í tíu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“ Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira