Nígería í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 19:52 Victor Osimhen og félagar hans eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar. Vísir/Getty Nígería er komið í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir dramatískan sigur á Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem Nígería kemst í úrslitaleikinn. Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira