Nýr forstjóri bregst við gagnrýni fjárfesta og lækkar verulega afkomuspá Marel
Nýr forstjóri Marel hefur komið til móts við gagnrýni fjárfesta um óraunhæf rekstrarmarkmið með því að lækka talsvert afkomuspá félagsins fyrir þetta ár og segir að fyrsti fjórðungur „verði þungur“ vegna krefjandi markaðsaðstæðna. Framlegðarhlutfall Marel var lítillega undir væntingum greinenda á síðasta fjórðungi 2023 á meðan nýjar pantanir jukust meira en gert var ráð fyrir auk þess sem félagið skilaði verulega bættu sjóðstreymi sem gerði því kleift að létta á skuldsetningu.
Tengdar fréttir
Krefjandi markaðsaðstæður setji áfram mark sitt á afkomu Marels
Horfur eru á að krefjandi markaðsaðstæður muni áfram setja mark sitt á afkomu Marel. Greinendur búast almennt við því að afkoma fyrirtækisins muni dragast saman á milli ára á fjórða ársfjórðungi og að framlegðarhlutfall verði rétt undir tíu prósentum. Marel mun birta uppgjör eftir lokun markaða á morgun.
ING telur að samningur JBT um yfirtöku á Marel sé í höfn
Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.
Marel ætti að fara í hlutafjáraukningu til að grynnka á miklum skuldum
Hlutabréfaverð Marels rauk upp í byrjun vikunnar eftir að greinendur ING hækkuðu talsvert verðmat sitt á félaginu en þrátt fyrir að uppgjör þriðja fjórðungs hafi verið undir væntingum telja þeir jákvæð teikn á lofti í rekstrinum sem endurspeglist meðal annars í minnkandi kostnaðargrunni. Að sögn hollenska bankans væri skynsamlegt fyrir Marel að ráðast í hlutafjáraukningu í því skyni að minnka óhóflega skuldsetningu félagsins.