Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2024 08:56 Skjáskot úr myndbandinu við lagið Deeper Well sem tekið var upp á Íslandi. YouTube Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. „Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum. Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Fleiri fréttir Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Sjá meira
„Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins. View this post on Instagram A post shared by Kacey Mossgraves (@spaceykacey) Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis. „Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna. Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum. Lagalisti Deeper Well: Cardinal Deeper Well Too Good to Be True Moving Out Giver / Taker Sway Dinner With Friends Heart of the Woods Jade Green The Architect Lonely Millionaire Heaven Is Anime Eyes Heimsótti Bláa lónið Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum.
Hollywood Tónlist Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Fleiri fréttir Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Sjá meira