Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:51 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. Í alla nótt var unnið að því að tengja nýja hjáveitulögn sem gæti séð íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Vísir/Arnar Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16
Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21