Tíu bestu liðin (1984-2023): Uppgjör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2024 08:00 FH 2005, Víkingur 2023, ÍA 1993 og Stjarnan 2014 voru öll á lista yfir tíu bestu lið íslenskrar fótboltasögu frá 1984. jóhannes long/hulda margrét/friðþjófur helgason/andri marinó Vísir stóð fyrir vali á bestu liðum í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár, eða frá 1984 þegar þriggja stiga reglan var tekin upp. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar. Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Þrjátíu sérfræðingar, sem allir hafa fjallað á einn eða annan hátt um íslenskan fótbolta undanfarin fjörutíu ár, völdu þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023. Hver og einn valdi fimm lið og röðuðu þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Sextán lið fengu atkvæði í kjörinu. Auk tíu efstu liðanna sem var fjallað um í sérstökum greinum fengu eftirfarandi lið atkvæði: ÍBV 1997 og KR 2013 fengu eitt stig hvort lið og ÍA 1984 og Víkingur 2021 fengu tvö stig hvort lið. Valur 2017 fékk þrjú stig og FH 2009 fékk fjögur stig, jafn mörg og Breiðablik 2022. Blikar fengu hins vegar stig frá fleiri sérfræðingum og voru því inni á topp tíu. ÍA var eina félagið sem átti fleiri en einn fulltrúa á meðal tíu efstu. Þrjú lið ÍA voru á lista, eitt frá Breiðabliki, ÍBV, Stjörnunni, KR, Fram, Víkingi og FH. Í 10. sæti í kjörinu með fjögur stig varð Breiðablik 2022. Blikar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn með talsverðum yfirburðum. Þá gerðu þeir það gott í Evrópukeppni. Í 9. sæti í kjörinu með sex stig varð ÍBV 1998. Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik í Vesturbænum. ÍBV varð einnig bikarmeistari. Í 8. sæti í kjörinu með níu stig varð ÍA 1996. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik aldarinnar á Akranesi, 4-1. ÍA varð sömuleiðis bikarmeistari og vann því tvöfalt í annað sinn á fjórum árum. Í 7. sæti í kjörinu með þrjátíu stig var Stjarnan 2014. Líkt og Skagamenn 1996 og Eyjamenn 1998 urðu Stjörnumenn Íslandsmeistarar eftir sigur í hreinum úrslitaleik, gegn FH-ingum í Kaplakrika. Stjarnan tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni og komst auk þess lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni. Í 6. sæti í kjörinu með 32 stig varð KR 1999. Eftir 31 árs bið urðu KR-ingar Íslandsmeistarar og unnu fjórtán af átján leikjum sínum í Símadeildinni. KR varð einnig bikarmeistari á aldarafmæli félagsins. Í 5. sæti í kjörinu með 39 stig varð Fram 1988. Frammarar urðu Íslandsmeistarar og settu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu, fengu 49 stig af 54 mögulegum. Fram fékk aðeins átta mörk á sig og hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Í 4. sæti í kjörinu með 42 stig varð ÍA 1995. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar með miklum yfirburðum og jöfnuðu stigamet í tíu liða deild með þriggja stiga reglu. Arnar Gunnlaugsson sneri heim á miðju sumri og varð markakóngur með fimmtán mörk í sjö leikjum. Í 3. sæti í kjörinu með 73 stig varð Víkingur 2023. Víkingar urðu Íslandsmeistarar með miklum glans og unnu bikarkeppnina fjórða sinn í röð. Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum. Í 2. sæti í kjörinu með 79 stig varð FH 2005. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þeir höfðu fáheyrða yfirburði og unnu fyrstu fimmtán leiki sína í Landsbankadeildinni. Í 1. sæti í kjörinu með 123 stig varð ÍA 1993. Skagamenn urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð og jöfnuðu stigamet Frammara frá 1988. Þeir skoruðu 62 mörk sem var met sem stóð til 2022 þegar sjö leikjum hafði verið bætt við mótið. ÍA varð einnig bikarmeistari og vann hollenska stórliðið Feyenoord í Evrópukeppni. Af þrjátíu sérfræðingum voru 22 með ÍA 1993 í efsta sæti. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
ÍA 1993 - 123 stig FH 2005 - 79 stig Víkingur 2023 - 73 stig ÍA 1995 - 42 stig Fram 1988 - 39 stig KR 1999 - 32 stig Stjarnan 2014 - 30 stig ÍA 1996 - 9 stig ÍBV 1998 - 6 stig Breiðablik 2022 - 4 stig FH 2009 - 4 stig Valur 2017 - 3 stig ÍA 1984 - 2 stig Víkingur 2021 - 2 stig ÍBV 1997 - 1 stig KR 2013 - 1 stig
Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira