Það er sannkölluð draumadagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport en við bjóðum upp á 11 beinar útsendingar í dag.
Stöð 2 Sport
- Klukkan 16.50 er leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 13.50 er leikur Cagliari og Lazio í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá.
- Klukkan 16.50 er leikur Roma og Inter Milan í Serie A á dagskrá. Rómverjar hafa unnið þrjá í röð á meðan Inter stefnir hraðbyr á meistaratitilinn.
- Klukkan 20.00 er viðureign Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder í NBA-deild karla í körfubolta á dagskrá. Bæði lið hafa átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 19.35 er viðureign Sassuolo og Torino í Serie A á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 18.55 mætast Tindastóll og Fylkir í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu.
Vodafone Sport
- Klukkan 11.50 er leikur Fortuna Düsseldorf og Elversberg í þýsku B-deildinni í knattspyrnu á dagskrá. Ísak Bergmann Jóhannesson er lykilmaður í liði Fortuna Düsseldorf.
- Klukkan 14.55 er leikur Southampton og Huddersfield Town í ensku B-deildinni á dagskrá.
- Klukkan 17.20 er komið að toppliðum Þýskalands þegar Bayer Leverkusen tekur á móti Bayern München. Lærisveinar Xabi Alonso hafa ekki enn tapað deildarleik á meðan Bayern hefur orðið meistari undanfarin 11 ár.
- Klukkan 19.50 mætast Suður-Afríka og Kongó í bronsleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu.
- Klukkan 00.05 mætast Caroline Hurricanes og New Jersey Devils í NHL-deildinni í íshokkí.