Nígería tryggði sér sæti í úrslitaleiknum eftir sigur á Suður-Afríku í undanúrslitum en vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara. Lið Fílabeinsstrandarinnar fór nokkuð óvænt í úrslit en liðið lagði Kongó í undanúrslitum.
Leikurinn í kvöld var fínasta skemmtun og það var Nígería sem átti fyrsta höggið þegar William Troost-Ekong skoraði á 38. mínútu leiksins.
Staðan í hálfleik var 1-0 en í síðari hálfleik komu heimamenn með endurkomuna sem þurfti til að tryggja sér titilinn. Franck Kessie jafnaði í 1-1 þegar hann skoraði eftir hornspyrnu og framherjinn Sebastien Haller var hetjan og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.
Didier Drogba tapaði sér í stúkunni þegar hans menn komust yfir og mun örugglega vera í eldlínunni í fagnaðarlátunum í kvöld.
Sebastian Haller was diagnosed with Cancer in 2022, beat it and recovered to score a winning goal and win Ivory Coast the AFCON 2024 trophy
— Janty (@CFC_Janty) February 11, 2024
What a story pic.twitter.com/hf3zvqAKOb
Þetta er í þriðja sinn sem Fílabeinsströndin vinnur Afríkumótið en þeir unnu árið 1992 og síðan árið 2015 með þá Kolo og Yaya Touré í aðalhlutverki.