Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Gera hefur þurft hlé á Íslandsmótinu í fótbolta vegna þátttöku Íslands á stórmótum en skiptar skoðanir eru á því hvort að festa eigi sumarfrí í sessi. vísir/Hulda Margrét Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda. KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda.
KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16