Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 10:51 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira