Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Úr atriði Windows95man. Eurovision Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu. Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu.
Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira