Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 14:52 ísidór Nathansson er var með nasistafána uppi á vegg þar sem hann prentaði parta í skotvopn. vísir/vilhelm Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira