Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Hópur bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum skrifar 12. febrúar 2024 18:01 Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur benti góðviljaður lögmaður okkur á að hún hefði birst á heimasíðu Óbyggðanefndar. Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum. Með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, kemst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir þína hönd að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker - og á Heimaey sjálfri m.a. fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi. Hér er fátt eitt upp talið af því sem ríkið vill nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum - sem er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: ‘’Svona gera menn ekki’’ – og málið var dautt. Núna förum við þess á leit við þig, hæstvirtur ráðherra, að þú beitir sambærilegri skynsemi í þessu máli og látir draga umrædda kröfu, sem gerð er í þínu nafni, til baka. Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Með vinsemd og virðingu, Páll Magnússon Njáll Ragnarsson Eyþór Harðarson Íris Róbertsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Harðardóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir Gísli Stefánsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur benti góðviljaður lögmaður okkur á að hún hefði birst á heimasíðu Óbyggðanefndar. Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum. Með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, kemst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir þína hönd að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker - og á Heimaey sjálfri m.a. fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi. Hér er fátt eitt upp talið af því sem ríkið vill nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum - sem er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: ‘’Svona gera menn ekki’’ – og málið var dautt. Núna förum við þess á leit við þig, hæstvirtur ráðherra, að þú beitir sambærilegri skynsemi í þessu máli og látir draga umrædda kröfu, sem gerð er í þínu nafni, til baka. Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Með vinsemd og virðingu, Páll Magnússon Njáll Ragnarsson Eyþór Harðarson Íris Róbertsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Harðardóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir Gísli Stefánsson
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun