Liðsrúta Real Madrid lenti í árekstri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 10:00 Real Madrid liðið þurfti að ferðast óvenju langa leið vegna verkfalla í Þýskalandi. Getty/Marcos del Mazo Real Madrid liðið er komið til Þýskalands þar sem spænska liðið spilar fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Ferðalagið gekk þó ekki alveg slysalaust fyrir sig. Liðsrúta Real Madrid, sem stórstjörnum liðsins, lenti nefnilegi í óhappi á leið sinni til Leipzig þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Rútan lenti þar í árekstri við hvítan Toyota á A4 hraðbrautinni á milli borganna Eichelborn og Hora. Þýska blaðið Bild segir frá óhappinu og að rútan hafi haldið leið sinni áfram eftir stutt stopp þar sem menn fullvissuðu sig um að rútan væri ökuhæf og allir ómeiddir í henni. Collision entre une Toyota et le bus du Real Madrid alors qu'il se rendait à Leipzig pour leur match de Ligue des Champions. Selon MARCA, le conducteur de la Toyota filmait le bus et s'est distrait, ce qui a causé l'accident pic.twitter.com/6lUDZ3KGdw— Rond Central (@rondcentrall) February 12, 2024 Svo var og hélt því leið Real Madrid áfram. Toyota bíllinn var aftur á móti talsvert skemmdur. Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að slysið hafi orðið vegna þess að aðdáandi var að mynda rútuna með símanum en missti fyrir vikið stjórn á bílnum sínum. Ferðalagið var aðeins flóknara en það hefði þurft að vera. Spænska liðið þurfti að lenda í Erfurt og keyra þaðan 160 kílómetra leið á áfangastað. Ástæðan voru verkföll á flugvellinum í Leipzig. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá síðari fer fram 6. mars næstkomandi. Leikur RB Leipzig og Real Madrid fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins byrjar á klukkan 19.25 á sömu stöð en sjálfur leikurinn byrjar klukkan 20.00. Le bus du Real Madrid a fait un accident de la routehttps://t.co/fK97rZGtld— Foot Mercato (@footmercato) February 12, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Liðsrúta Real Madrid, sem stórstjörnum liðsins, lenti nefnilegi í óhappi á leið sinni til Leipzig þar sem leikurinn fer fram í kvöld. Rútan lenti þar í árekstri við hvítan Toyota á A4 hraðbrautinni á milli borganna Eichelborn og Hora. Þýska blaðið Bild segir frá óhappinu og að rútan hafi haldið leið sinni áfram eftir stutt stopp þar sem menn fullvissuðu sig um að rútan væri ökuhæf og allir ómeiddir í henni. Collision entre une Toyota et le bus du Real Madrid alors qu'il se rendait à Leipzig pour leur match de Ligue des Champions. Selon MARCA, le conducteur de la Toyota filmait le bus et s'est distrait, ce qui a causé l'accident pic.twitter.com/6lUDZ3KGdw— Rond Central (@rondcentrall) February 12, 2024 Svo var og hélt því leið Real Madrid áfram. Toyota bíllinn var aftur á móti talsvert skemmdur. Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að slysið hafi orðið vegna þess að aðdáandi var að mynda rútuna með símanum en missti fyrir vikið stjórn á bílnum sínum. Ferðalagið var aðeins flóknara en það hefði þurft að vera. Spænska liðið þurfti að lenda í Erfurt og keyra þaðan 160 kílómetra leið á áfangastað. Ástæðan voru verkföll á flugvellinum í Leipzig. Þetta er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá síðari fer fram 6. mars næstkomandi. Leikur RB Leipzig og Real Madrid fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins byrjar á klukkan 19.25 á sömu stöð en sjálfur leikurinn byrjar klukkan 20.00. Le bus du Real Madrid a fait un accident de la routehttps://t.co/fK97rZGtld— Foot Mercato (@footmercato) February 12, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira