Leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 10:54 Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ á síðasta ári. Vísir/Egill Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ í fyrra, en þar er hún um sex prósentum hærri en á Selfossi. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41