Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 15:10 Ásthildur segir bæjaryfirvöld hafa komið af fjöllum þegar þeim barst krafa óbyggðanefndar fyrir helgi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. „Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01