Bakari hengdur fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2024 16:50 Bæjarstjórarnir Ásthildur og Íris eru reiðar út í Sigmar Aron sem þó hefur ekkert gert. Óbyggðanefnd er bara umsagnaraðili. vísir/samsett Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey. Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron. Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron.
Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira