De Bruyne að nálgast sitt besta: „Á enn eftir að spila níutíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2024 22:31 Kevin De Bruyne er hægt og rólega að komast aftur í sitt besta form. Mateusz Slodkowski/Getty Images Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne skoraði eitt og lagði upp tvö er Manchester City vann 3-1 sigur gegn FCK í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
„Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57