Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 13:12 Fossvogsbrú verður hluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar. Efla Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins. Fossvogsbrúin er 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um hækkun á kostnaðaráætlun við brúna frá fyrstu hugmyndum um brú sem skildi þjóna gangandi, hjólandi og mögulega Strætó árið 2013. Þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 950 milljónir fyrir göngu og hjólabrú en 1250 milljónir ef strætisvagnar ættu að geta ekið yfir brúna. Breytingar urðu á hugmyndum um notagildi og útlit brúarinnar sem fór loks í hönnunarsamkeppni. Niðurstöður hennar urðu ljósar árið 2021. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að upphafleg kostnaðaráætlun sigurtillögunnar, Öldu, hafi hljóðað upp á 4,1 milljarð króna eða rúma fimm milljarða að núvirði. Í dag hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 8,3 milljarða króna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst að hafa deilt áhyggjum sínum af hækkun með ríkisendurskoðanda og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent fingri á Vegagerðina og kallað eftir skýringum. Stál rokið upp í verði Á vef Vegagerðarinnar er leitast við að útskýra hækkunina. Er þar helst minnt á að Alda sé stálbrú og stálverð hafi hækkað um fimmtíu prósent á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun megi rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu. Þá bendir Vegagerðin á nýlega framkvæmd við brú yfir Þorskafjörð varðandi verktakakostnað. Kostnaðurinn þar hafi verið 0,9 milljónir á fermetra en sé áætaður 1,4 milljónir króna á fermetra við Fossvogsbrú. Sérstakar kröfur séu gerðar til Fossvogsbrúar vegna staðsetningar hennar og er áætlað að þær kosti 0,2 milljónir krónur á fermetra. Ekki sé unnt að beita sömu byggingaaðferð við Fossvogsbrú vegna aðstæðna í brúarstæði. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri sem talað hefur mjög fyrir Borgarlínu á undanförnum árum, segist hafa séð bæði fögnuð en einnig fundið að því að holur hljómur sé í áhuga þingmanna og Morgunblaðsins á kostnaðaráætlunum Fossvogsbrúar. Hann fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Sjálfsagt að ræða hækkun á kostnaði „Það er rétt að kostnaðaráætlun hennar hefur nær tvöfaldast en flest stærri verkefni samgönguáætlunar ríkisins hafa reyndar gert töluvert meira en það á sama tíma. Líklega eru ýmsar skýringarnar skyldar eða hinar sömu. Sjálfum finnst mér algjörlega eðlilegt að ræða breytingar í kostnaðaráætlunum opinberra framkvæmda en einsog fram hefur komið í upplýsingum Vegagerðarinnar þá hefur kostaðarmat vinningtillögunnar um Fossvogsbrú farið frá því að vera um 5 milljarðar að raunvirði í um 8,3 milljarða,“ segir Dagur. Það sé sjálfsagt að leita skýringa á þessum breytingum sem nefndir Alþingis séu einmitt að boða til funda vegna. „Það er hins vegar líka rétt að það að holur hljómur í því að þingmenn takmarki áhyggjur sínar og umræðu við Fossvogsbrú en dragi það ekki fram í þessari umræðu að sömu hækkanir eiga reyndar við um samgönguverkefni almennt.“ Kostnaður við Arnarnesveg sexfaldast Vísar Dagur til þess að samgönguframkvæmdir almennt á Íslandi hafi hækkað í kostnaði undanfarin ár. „Skemmst er að minnast þess að upphaflegt kostnaðarmat Vegagerðarinnar fyrir Arnarnesveg var 1,6 milljarður króna en endanlegur heildarkostnaður 7,2 milljarðar.“ Dæmin séu hins vegar miklu fleiri og í raun þvert yfir línuna og um allt land. „Þannig hækkaði heildarmat á kostnaði við samgönguáætlun ríkisins (nýframkvæmdir án samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Sundabrautar) úr 264 milljörðum, eins og hún var samþykkt árið 2020 í 453 milljarða einsog hún var lögð fram í fyrra, árið 2023. Einstök verkefni þar eru á mismunandi hönnunarstigi, og jafnvel á frumkostnaðarstigi og gætu hækkað töluvert enn, einsog reynslan kennir. Líkt og í Fossvogsbrú er líklegt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað umtalsvert kostnaðarmat á einstökum verkefnum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.“ Tínir til dæmi víða um land Hann tekur til nokkur dæmi um þróun áætlana stærri verkefna frá samþykktri samgönguáætlun 2020 til tillögu að nýrri áætlun sumarið 2023. • Hringvegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr. • Hringvegur milli Skeiðavegamóta og Selfoss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr. • Hringvegur milli Akrafjallsvegar og Borgarness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr. • Vatnsnesvegur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr. • Axarvegur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr. • Fjarðarheiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr. „Þessi samanburður er alls ekki tæmandi og ekki settur fram hér til að gera lítið úr öðrum framkvæmdum, líkt og mér hefur fundist jaðra við í umræðunni um Fossvogsbrú. Það er hins vegar eðlileg krafa að ætlast til þess af þeim sem ættu að hafa yfirsýn yfir þessa hluti að ræða Fossvogsbrúna í því heildarsamhengi að meira eða minna allar kostnaðaráætlanir samgöngumannvirkja eru að hækka, og sumar umtalsvert meira en í tilviki hennar. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að Fossvogsbrúin mun auðvitað þjóna gríðarlega stórum hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður gríðarleg samgöngubót og frábær og mikilvægur hluti af samgöngusáttmálanum.“ Vísar hann til orða Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi þegar niðurstaðan var kynnt, um að brúin stytti leið um 90 þúsund manns í stóru sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur til og frá vinnu. Háskólarnir, Landspítalinn og stjórnsýslan séu fjölmennustu vinnustaðir landsins. Þá styttist ferðatíminn frá Hamraborg í Háskólann í Reykjavík úr um sautján mínútum í sex. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fossvogsbrúin er 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um hækkun á kostnaðaráætlun við brúna frá fyrstu hugmyndum um brú sem skildi þjóna gangandi, hjólandi og mögulega Strætó árið 2013. Þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 950 milljónir fyrir göngu og hjólabrú en 1250 milljónir ef strætisvagnar ættu að geta ekið yfir brúna. Breytingar urðu á hugmyndum um notagildi og útlit brúarinnar sem fór loks í hönnunarsamkeppni. Niðurstöður hennar urðu ljósar árið 2021. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að upphafleg kostnaðaráætlun sigurtillögunnar, Öldu, hafi hljóðað upp á 4,1 milljarð króna eða rúma fimm milljarða að núvirði. Í dag hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 8,3 milljarða króna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst að hafa deilt áhyggjum sínum af hækkun með ríkisendurskoðanda og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent fingri á Vegagerðina og kallað eftir skýringum. Stál rokið upp í verði Á vef Vegagerðarinnar er leitast við að útskýra hækkunina. Er þar helst minnt á að Alda sé stálbrú og stálverð hafi hækkað um fimmtíu prósent á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun megi rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu. Þá bendir Vegagerðin á nýlega framkvæmd við brú yfir Þorskafjörð varðandi verktakakostnað. Kostnaðurinn þar hafi verið 0,9 milljónir á fermetra en sé áætaður 1,4 milljónir króna á fermetra við Fossvogsbrú. Sérstakar kröfur séu gerðar til Fossvogsbrúar vegna staðsetningar hennar og er áætlað að þær kosti 0,2 milljónir krónur á fermetra. Ekki sé unnt að beita sömu byggingaaðferð við Fossvogsbrú vegna aðstæðna í brúarstæði. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri sem talað hefur mjög fyrir Borgarlínu á undanförnum árum, segist hafa séð bæði fögnuð en einnig fundið að því að holur hljómur sé í áhuga þingmanna og Morgunblaðsins á kostnaðaráætlunum Fossvogsbrúar. Hann fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Sjálfsagt að ræða hækkun á kostnaði „Það er rétt að kostnaðaráætlun hennar hefur nær tvöfaldast en flest stærri verkefni samgönguáætlunar ríkisins hafa reyndar gert töluvert meira en það á sama tíma. Líklega eru ýmsar skýringarnar skyldar eða hinar sömu. Sjálfum finnst mér algjörlega eðlilegt að ræða breytingar í kostnaðaráætlunum opinberra framkvæmda en einsog fram hefur komið í upplýsingum Vegagerðarinnar þá hefur kostaðarmat vinningtillögunnar um Fossvogsbrú farið frá því að vera um 5 milljarðar að raunvirði í um 8,3 milljarða,“ segir Dagur. Það sé sjálfsagt að leita skýringa á þessum breytingum sem nefndir Alþingis séu einmitt að boða til funda vegna. „Það er hins vegar líka rétt að það að holur hljómur í því að þingmenn takmarki áhyggjur sínar og umræðu við Fossvogsbrú en dragi það ekki fram í þessari umræðu að sömu hækkanir eiga reyndar við um samgönguverkefni almennt.“ Kostnaður við Arnarnesveg sexfaldast Vísar Dagur til þess að samgönguframkvæmdir almennt á Íslandi hafi hækkað í kostnaði undanfarin ár. „Skemmst er að minnast þess að upphaflegt kostnaðarmat Vegagerðarinnar fyrir Arnarnesveg var 1,6 milljarður króna en endanlegur heildarkostnaður 7,2 milljarðar.“ Dæmin séu hins vegar miklu fleiri og í raun þvert yfir línuna og um allt land. „Þannig hækkaði heildarmat á kostnaði við samgönguáætlun ríkisins (nýframkvæmdir án samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Sundabrautar) úr 264 milljörðum, eins og hún var samþykkt árið 2020 í 453 milljarða einsog hún var lögð fram í fyrra, árið 2023. Einstök verkefni þar eru á mismunandi hönnunarstigi, og jafnvel á frumkostnaðarstigi og gætu hækkað töluvert enn, einsog reynslan kennir. Líkt og í Fossvogsbrú er líklegt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað umtalsvert kostnaðarmat á einstökum verkefnum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.“ Tínir til dæmi víða um land Hann tekur til nokkur dæmi um þróun áætlana stærri verkefna frá samþykktri samgönguáætlun 2020 til tillögu að nýrri áætlun sumarið 2023. • Hringvegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr. • Hringvegur milli Skeiðavegamóta og Selfoss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr. • Hringvegur milli Akrafjallsvegar og Borgarness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr. • Vatnsnesvegur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr. • Axarvegur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr. • Fjarðarheiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr. „Þessi samanburður er alls ekki tæmandi og ekki settur fram hér til að gera lítið úr öðrum framkvæmdum, líkt og mér hefur fundist jaðra við í umræðunni um Fossvogsbrú. Það er hins vegar eðlileg krafa að ætlast til þess af þeim sem ættu að hafa yfirsýn yfir þessa hluti að ræða Fossvogsbrúna í því heildarsamhengi að meira eða minna allar kostnaðaráætlanir samgöngumannvirkja eru að hækka, og sumar umtalsvert meira en í tilviki hennar. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að Fossvogsbrúin mun auðvitað þjóna gríðarlega stórum hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður gríðarleg samgöngubót og frábær og mikilvægur hluti af samgöngusáttmálanum.“ Vísar hann til orða Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi þegar niðurstaðan var kynnt, um að brúin stytti leið um 90 þúsund manns í stóru sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur til og frá vinnu. Háskólarnir, Landspítalinn og stjórnsýslan séu fjölmennustu vinnustaðir landsins. Þá styttist ferðatíminn frá Hamraborg í Háskólann í Reykjavík úr um sautján mínútum í sex.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira