Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2024 17:52 Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs í Grindavík. Vísir/Arnar Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira