Hætt við að hætta með kartöflusalatið eftir tugi kvartana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 19:17 Jón Viðar segir að hlustað verði á óskir viðskiptavinanna. Kartöflusalatið verður því áfram á boðstólum á N1. Rekstraraðilar N1 bensínstöðva hafa hætt við að hætta að bjóða viðskiptavinum upp á pylsu með kartöflusalati eftir að tugir kvartana bárust starfsmönnum. Rekstrarstjóri segir að kartöflusalatið hafi átt að víkja fyrir franskri pylsu, en nú verði bæði í boði. „Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent