Hætt við að hætta með kartöflusalatið eftir tugi kvartana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 19:17 Jón Viðar segir að hlustað verði á óskir viðskiptavinanna. Kartöflusalatið verður því áfram á boðstólum á N1. Rekstraraðilar N1 bensínstöðva hafa hætt við að hætta að bjóða viðskiptavinum upp á pylsu með kartöflusalati eftir að tugir kvartana bárust starfsmönnum. Rekstrarstjóri segir að kartöflusalatið hafi átt að víkja fyrir franskri pylsu, en nú verði bæði í boði. „Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira