Kaupa gagnaver í Finnlandi Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2024 09:08 Frá vinstri: Jani Moilanen, forstjóri Kaisanet Oy sem tilheyrir Herman IT, Björn Brynjúlfsson, forstjóri og stofnandi Borealis Data Center, Arttu Saino, sérfræðingur hjá Borealis Data Center Kajaani og Richard Stern, stjórnandi framkvæmda og gagnaversþróunar hjá Borealis Data Center. Borealis Data Center Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki félagið gagnaver á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík. Samhliða kaupunum sé stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það sé staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park. Á sama stað sé LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reki hana þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Hún sé leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu. Þetta er grænn iðngarður.Borealis Data Center Gagnaverið hafi upphaflega verið rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT sem hafi haft sjálfbærni að leiðarljósi en það sé í takt við stefnu Borealis að lágmarka umhverfisáhrif. Gagnaverið sé eingöngu knúið endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku. Finnskt loftslag líka gott fyrir gagnaver „Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ítrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera. Er gagnaverið kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis enn frekar og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center. Meðfram starfsemi LUMI, öfurtölvunnar hafi verið mikil uppbygging í samfélaginu tengd gagnaverum og til dæmis bjóði háskólinn á svæðinu, Kajaani University of Applied Sciences (KAMK), upp á nám tengt gagnaverum. „Hægt væri að skapa sams konar samfélag hér á landi og í því felast mörg tækifæri en Ísland hefur alla burði til að vera í fremstu röð sem miðstöð fyrir alþjóðlega gagnaversþjónustu ef rétt er haldið á spilunum,“ er haft eftir Birni. Kalla eftir aðkomu stjórnvalda Mikill uppgangur sé á Norðurlöndunum í rekstri gagnvera en nágranna- og samkeppnislönd Íslands hafi komið til móts við greinina með því að setja markvissa stefnu um frekari uppbyggingu. Til dæmis hafi Google nýlega ákveðið að byggja gagnaver í sextíu þúsund manna bæ í Noregi og talið sé að 4.000 störf skapist við þá uppbyggingu. Öll helstu tæknifyrirtæki heims á borð við Microsoft og Meta hafi komið sér fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þessi uppbygging á Norðurlöndunum hafi átt sér stað síðastliðinn áratug með aðstoð stjórnvalda. Mikill vöxtur sé framundan á alþjóðlegum mörkuðum fyrir þjónustu gagnavera meðal annars vegna þeirrar tæknibyltingar sem er að eiga sér stað á vettvangi gervigreindar auk þess sem kolefnisspor gagnaversþjónustu er farið að skipta viðskiptavini meira máli. Borealis Data Center hyggist fjárfesta fyrir milljarða króna í uppbyggingu á næstu misserum. Meðal viðskiptavina Borealis séu innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, fyrirtæki og stofnanir sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Finnland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki félagið gagnaver á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík. Samhliða kaupunum sé stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það sé staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park. Á sama stað sé LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reki hana þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Hún sé leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu. Þetta er grænn iðngarður.Borealis Data Center Gagnaverið hafi upphaflega verið rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT sem hafi haft sjálfbærni að leiðarljósi en það sé í takt við stefnu Borealis að lágmarka umhverfisáhrif. Gagnaverið sé eingöngu knúið endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku. Finnskt loftslag líka gott fyrir gagnaver „Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ítrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera. Er gagnaverið kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis enn frekar og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center. Meðfram starfsemi LUMI, öfurtölvunnar hafi verið mikil uppbygging í samfélaginu tengd gagnaverum og til dæmis bjóði háskólinn á svæðinu, Kajaani University of Applied Sciences (KAMK), upp á nám tengt gagnaverum. „Hægt væri að skapa sams konar samfélag hér á landi og í því felast mörg tækifæri en Ísland hefur alla burði til að vera í fremstu röð sem miðstöð fyrir alþjóðlega gagnaversþjónustu ef rétt er haldið á spilunum,“ er haft eftir Birni. Kalla eftir aðkomu stjórnvalda Mikill uppgangur sé á Norðurlöndunum í rekstri gagnvera en nágranna- og samkeppnislönd Íslands hafi komið til móts við greinina með því að setja markvissa stefnu um frekari uppbyggingu. Til dæmis hafi Google nýlega ákveðið að byggja gagnaver í sextíu þúsund manna bæ í Noregi og talið sé að 4.000 störf skapist við þá uppbyggingu. Öll helstu tæknifyrirtæki heims á borð við Microsoft og Meta hafi komið sér fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þessi uppbygging á Norðurlöndunum hafi átt sér stað síðastliðinn áratug með aðstoð stjórnvalda. Mikill vöxtur sé framundan á alþjóðlegum mörkuðum fyrir þjónustu gagnavera meðal annars vegna þeirrar tæknibyltingar sem er að eiga sér stað á vettvangi gervigreindar auk þess sem kolefnisspor gagnaversþjónustu er farið að skipta viðskiptavini meira máli. Borealis Data Center hyggist fjárfesta fyrir milljarða króna í uppbyggingu á næstu misserum. Meðal viðskiptavina Borealis séu innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, fyrirtæki og stofnanir sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki.
Finnland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01