Sjáðu vítin úr leiknum þar sem dómari er grunaður um svindl Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 14:30 Sævar Atli Magnússon tók þátt í leiknum við HamKam og tók fyrsta vítið af þremur sem Lyngby fékk á lokakafla leiksins. Getty/Lars Ronbog Óhætt er að segja að erfitt sé að sjá á hvað dómarinn var að dæma, þegar hann dæmdi þrjár vítaspyrnur undir lok leiks danska liðsins Lyngby og norska liðsins HamKam um helgina. Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg. Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg.
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira