Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 21:31 Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans. Vísir/Vilhelm „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“ Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þetta segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, annar eigenda Curvy.is og Stout, sem báðar eru í húsnæðinu sem kviknaði í í Fellsmúla í kvöld. Fríða, eins og hún er kölluð, fékk fyrstu fréttir af brunanum frá starfsmönnum verslananna um klukkan hálf sex en þeir voru fljótir að rýma, læsa og koma sér út. Fríða opnaði Curvy.is fyrst sem netverslun árið 2011.Vísir/Vilhelm „Þær stóðu svo bara úti og voru að fylgjast með. Ég kem síðan þarna og átta mig á því að það hafði gleymst að loka einni eldvarnarhurð og fékk leyfi til að fara inn. Það var enginn reykur en lykt,“ segir Fríða þakklát. Tímasetningin sé hins vegar óheppileg; útsölur nýbúnar og vorvörurnar farnar að streyma inn, bæði í Curvy.is og Stout, sem er fyrir karla og var opnuð í september. „Það var sama sagan þar; við vorum á fullu þar í dag að taka upp nýja sendingu og það er soldið súrt.“ Að sögn Fríðu er ekki útlit fyrir að bruninn hafi bein áhrif á rýmið sem verslanirnar eru í; þykkur steinveggur aðskilji þær og svæðið þar sem eldurinn blossaði. Það eigi hins vegar eftir að koma endanlega í ljós hvort það tekst að ráða að niðurlögum eldsins í nótt og hver staðan verður á morgun. Tryggingafélagið hugðist senda menn með búnað á vettvang strax í kvöld en slökkviliðið tók fyrir það vegna umfangs aðgerða. Fríða segir fulltrúa tryggingafélagsins hins vegar munu mæta strax í fyrramálið til að meta stöðuna. „Búðirnar verða lokaðar á morgun en við sjáum til hvort við getum opnað á laugardaginn,“ segir Fríða en hún sé hóflega bjartsýn. „Á morgun förum við bara í að meta tjónið og bjarga því sem hægt er að bjarga, undirbúa það að hreinsa út og vera svo bara með góða brunaútsölu svo það sé hægt að byrja upp á nýtt.“ Hún segir þetta vissulega áfall en það sé ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á við. „Maður brettir bara upp ermarnar og heldur áfram, það er bara svoleiðis.“
Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira