Margir upplifi kvíða áður en þeir fara á eftirlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um eftirlaunaárin. Bylgjan Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira