Stjórn HR geti ekki skert rekstrartekjur um 1,2 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 22:19 Háskólinn í Reykjavík hyggst ekki samþykkja tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Vísir/Vilhelm Stjórn Háskólans í Reykjavík segist ekki telja sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja hugmynd háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um aukið ríkisframlag. Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01
Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45
Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47