Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 12:31 Nemendur Víkurskóla að vinna að strandlínurannsóknum í Víkurfjöru með sín tól og tæki. Aðsend Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru. Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend
Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira