Hamarsmenn lyftu bikarnum fjórða árið í röð Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2024 17:41 Hamar frá Hveragerði tryggði sér bikarmeistaratitil karla í blaki fjórða árið í röð nú í dag þegar liðið lagði Þrótt/Fjarðabyggð í úrslitum. Hamar vann nokkuð öruggan sigur í úrslitaleiknum þegar upp var staðið en liðið vann þrjár fyrstu hrinur leiksins og þar með leikinn en lokaandartök leiksins urðu ansi skrautleg. Þróttarar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu í fullu tré við Hamar en Hamarsmenn snéru fljótlega vörn í sókn og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Hamar hélt sínu striki í annarri hrinu og vann hana einnig, 25-17. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu og sýndu mikla baráttu á köflum en það dugði einfaldlega ekki til gegn sterku liði Hamars. Alvöru sjónvarpsbjörgun hjá Andra fyrir Þrótt/Fjarðabyggð Sem betur fer slapp hann ómeiddur. pic.twitter.com/nVt57PgyHe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 17, 2024 Staðan því orðin 2-0 fyrir þriðju hrinuna, sem Hamarsmenn unnu að lokum 25-17. Í stöðunni 24-17 kom upp skrítið atvik og endaði úrslitaleikurinn á ansi skrautlegri senu. Þróttarar voru að gera sig klára í uppgjöf þegar dómarinn sá eitthvað athugavert við uppröðun leikmanna. Eftir mikið japl, jaml og fuður milli dómara og leikmanna var niðurstaðan að Hamri var dæmt stig og þar með var titillinn í höfn. Ekki beinlínis hápunktur til að enda á en yfirburðir Hamars voru töluverðir í leiknum og flest stefndi í sigur þeirra þrátt fyrir þessa uppákomu. Blak Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Hamar vann nokkuð öruggan sigur í úrslitaleiknum þegar upp var staðið en liðið vann þrjár fyrstu hrinur leiksins og þar með leikinn en lokaandartök leiksins urðu ansi skrautleg. Þróttarar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu í fullu tré við Hamar en Hamarsmenn snéru fljótlega vörn í sókn og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Hamar hélt sínu striki í annarri hrinu og vann hana einnig, 25-17. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu og sýndu mikla baráttu á köflum en það dugði einfaldlega ekki til gegn sterku liði Hamars. Alvöru sjónvarpsbjörgun hjá Andra fyrir Þrótt/Fjarðabyggð Sem betur fer slapp hann ómeiddur. pic.twitter.com/nVt57PgyHe— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 17, 2024 Staðan því orðin 2-0 fyrir þriðju hrinuna, sem Hamarsmenn unnu að lokum 25-17. Í stöðunni 24-17 kom upp skrítið atvik og endaði úrslitaleikurinn á ansi skrautlegri senu. Þróttarar voru að gera sig klára í uppgjöf þegar dómarinn sá eitthvað athugavert við uppröðun leikmanna. Eftir mikið japl, jaml og fuður milli dómara og leikmanna var niðurstaðan að Hamri var dæmt stig og þar með var titillinn í höfn. Ekki beinlínis hápunktur til að enda á en yfirburðir Hamars voru töluverðir í leiknum og flest stefndi í sigur þeirra þrátt fyrir þessa uppákomu.
Blak Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira