Leigubílstjóri City Taxi grunaður og tekinn úr umferð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 18:51 Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu, annar þeirra er leigubílstjóri. vísir/vilhelm Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar, var skráður hjá leigubílastöðinni City Taxi. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins er viðkomandi ekki lengur að keyra farþega. „Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn. Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
„Ég er búinn að senda Samgöngustofu tilkynningu um að hann sé ekki lengur starfandi hjá stöðinni,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, í samtali við Vísi. Sigtryggur Arnar Magnússon er framkvæmdastjóri City Taxi.Vísir Varað var við því í dag og í gær, meðal annars á Facebook-hópi leigubílstjóra, að hinn grunaði væri enn að keyra farþega. Sigtryggur Arnar kveðst hafa fengið það staðfest síðdegis í dag að umræddur leigubílstjóri væri vissulega á vegum City Taxi. Sigtryggur Arnar er gagnrýninn á kerfið sem geri stöðvum ekki viðvart ef bílstjóri reynist grunaður um kynferðisbrot. „Ég útilokaði eins og ég gat að þessi bílstjóri væri frá mér. Þegar lögregla fær að vita að þetta sé leigubílstjóri á okkar vegum, þá virkar kerfið þannig að þau mega ekki gera mér viðvart. Honum er síðan hleypt út þar sem hann heldur áfram að keyra saklaust fólk. Þetta er bara klikkun,“ segir Sigtryggur og vill meina að um nýnæmi sé að ræða í nýsamþykktum lögum um leigubifreiðar. „Við eigum bara að geta sent börnin okkar í hvaða leigubíl sem er og ekki að hafa áhyggjur af þessu,“ bætir Sigtryggur við. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við fréttastofu að það hafi hvorki verið þannig í gömlu né nýju lögunum að öllum aðilum sé gert viðvart þegar leigubílstjóri er grunaður um afbrot. Greint var frá málinu fyrr í vikunni og kom þá fram að tveir karlmenn væru með stöðu sakbornings í málinu, annar þeirra leigubílstjóri af erlendu bergi brotinn.
Leigubílar Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira