Lagið Bíómynd með hljómsveitinni VÆB var kosið áfram, auk lagsins Stingum af með Anítu. Lagið Bíómynd er samið og flutt af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum. Lagið Stingum af er flutt af Anítu og samið af Ásdísi Maríu Viðarsdóttur og Jake Tench. Íslenskan texta samdi Ásdís María. Flutning þeirra má finna á vefsíðu RÚV.
Önnur framlög sitja eftir, nánar tiltekið lagið RÓ með Ceastone, Sjá þig með Blankiflur og Fiðrildi með Sunny.
Hér að neðan má sjá myndir frá keppninni í kvöld. Söngvakeppnin sjálf hefur að vísu fallið í skugga umræðu um sniðgöngu Eurovision, en hávær krafa hefur verið uppi um að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna þátttöku Ísraels og árása þeirra á Gasa-svæðinu.






