Happdrætti Háskóla Íslands fjárfestir í 30 nýjum spilakössum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:26 Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri HHÍ. Happdrætti Háskóla Íslands hefur, í gegnum Ríkiskaup, óskað eftir tilboðum í 30 nýjar happdrættisvélar. Um er að ræða endurnýjun véla og áætlað að kaupa fleiri vélar síðar á þessu ári. Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra HHÍ. „Samhliða kaupunum á happdrættisvélunum er Happdrættið að endurnýja tölvukerfi [e. platform] en það er veigamikill liður í innleiðingu rafrænna spilakorta sem eru tengd farsímum. Spilakortin eru að norrænni fyrirmynd en markmiðið með þeim er að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti,“ segir Bryndís. „Þegar kortið verður komið í notkun geta viðskiptavinir meðal annars takmarkað þátttöku sína í happdrættisvélum eða útilokað sig frá spilun, tímabundið eða varanlega. Rafrænu spilakortin eru raunhæf og árangursrík leið til að stemma stigu við spilavanda og hafa gefið góða raun í löndunum í kringum okkur.“ Bryndís segir HHÍ hafa lagt töluverða fjárfestingu í innleiðingu spilakortanna, til að stuðla að „heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun“. Þau verða hluti af „Happinu“ nýju appi HHÍ. Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fleiri hafa gagnrýnt Háskóla Íslands harðlega fyrir að reka spilakassa en Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hefur sagt reksturinn afar mikilvægan og forsendu uppbyggingu innviða og viðhalds þeirra. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” sagði hann í samtali við Vísi árið 2021, þegar starfsemin var kærð til lögreglu. Fjárhættuspil Háskólar Tengdar fréttir Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra HHÍ. „Samhliða kaupunum á happdrættisvélunum er Happdrættið að endurnýja tölvukerfi [e. platform] en það er veigamikill liður í innleiðingu rafrænna spilakorta sem eru tengd farsímum. Spilakortin eru að norrænni fyrirmynd en markmiðið með þeim er að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti,“ segir Bryndís. „Þegar kortið verður komið í notkun geta viðskiptavinir meðal annars takmarkað þátttöku sína í happdrættisvélum eða útilokað sig frá spilun, tímabundið eða varanlega. Rafrænu spilakortin eru raunhæf og árangursrík leið til að stemma stigu við spilavanda og hafa gefið góða raun í löndunum í kringum okkur.“ Bryndís segir HHÍ hafa lagt töluverða fjárfestingu í innleiðingu spilakortanna, til að stuðla að „heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun“. Þau verða hluti af „Happinu“ nýju appi HHÍ. Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fleiri hafa gagnrýnt Háskóla Íslands harðlega fyrir að reka spilakassa en Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hefur sagt reksturinn afar mikilvægan og forsendu uppbyggingu innviða og viðhalds þeirra. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” sagði hann í samtali við Vísi árið 2021, þegar starfsemin var kærð til lögreglu.
Fjárhættuspil Háskólar Tengdar fréttir Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00
Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20