Heitir hin nýja Katrín Kristrún? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Innflytjendamál Vinstri græn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Meðal annars gaf hún hugmyndum núverandi dómsmálaráðherra um fangabúðir fyrir ákveðinn hóp hælisleitenda undir fótinn. Ég segi og skrifa fangabúðir því ef það gengur eins og önd, gaggar eins og önd og flýgur eins og önd þá er það önd en ekki lóa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allstór hópur hennar eigin flokksmanna brást hart við og leist greinilega ekki á blikuna. Á hægri vængnum túlkuðu svo allnokkrir pótentátar úr Sjálfstæðis- og Miðflokki orð formannsins með þeim hætti að hún væri að senda út þreifara til þeirra með hundablístri. Viðbrögðin urðu síðan til þess að nokkrir úr náhirð formannsins, með fyrrum blaðamanninn Jóhann Pál í broddi fylkingar, hlupu upp til handa og fóta formanninum til varnar. Kváðu þau formanninn einungis vera að benda á nýjan veruleika í þessum málaflokki og því þurfi að ræða þessa stöðu í samræmi við það og bregðast við. Þetta síðastnefnda er auðvitað alveg hárrétt svo langt sem það nær. Staðan í málefnum innflytjenda hefur gjörbreyst á undanförnum misserum og þessa stöðu og viðbrögðin við henni þarf að ræða. Staðreyndin er sú að margt fólk óttast aukinn straum innflytjenda og undir þennan ótta hafa ósvífnir stjórnmálamenn og lýðskrumarar kynnt. Það breytir því hins vegar ekki að óttinn er raunverulegur og við honum þarf að bregðast jafnvel þótt forsendurnar séu rangar og byggðar á hálfsannleik, lygum og blekkingum. Ábyrgir stjórnmálamenn bregðast hins vegar ekki við þessari stöðu með því að haga orðum sínum með þeim hætti að jafnvel fólk úr forystusveit þeirra eigin flokks veit ekki sitt rjúkandi ráð og óttast að viðkomandi sé að stökkva á skítadreifarann sem helstu lýðskrumara Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins þeysa um á þessi misserin. Það var því full ástæða fyrir flokksmenn Samfylkingarinnar að hrökkva illilega við. Ekki bætti viðtal við formanninn í Ríkisútvarpinu úr skák, það var jafn hulduhrútslegt og spjallið í hlaðvarpinu. Ef formaðurinn skýrir ekki rækilegar á næstu dögum hvað hún nákvæmlega á við er ekki nokkur leið að túlka málflutning hennar öðru vísi en sem hundablístur til Sjálfstæðisflokksins um að hér sé kominn heppilegur samstarfsaðili eftir næstu kosningar þegar Vinstri græn verða væntanlega horfin af sjónarsviðinu. Áhugamenn um stjórnmál geta því farið að velta fyrir sér hvenær á næsta kjörtímabili Samfylkingin fari að nálgast sex prósentin og þannig er titill greinarinnar til orðinn. Höfundur er á eftirlaunum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun