Besti vinnustaðurinn fyrir konur '24: Viljum upphefja ræstingastarfið Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:01 Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri AÞ Þrifa segir fyrirtækið afar stolt af því að hafa nýlega hlotið viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur samkvæmt viðmiðunum Great Place to Work (GPTW). Þá sé líka mjög gott að geta séð hvernig vinnustaðurinn er að mælast miðað við til dæmis sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Vísir/Vilhelm „Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024. Árið 2020 hlaut fyrirtækið CCP vottunina Great Place to Work (GPTW), fyrst íslenskra fyrirtækja. Síðan þá hafa fleiri fyrirtæki hlotið þessa viðurkenningu en segja má að GPTW sé mjög stór vinnustaðagreining, enda GPW alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um frábæra vinnustaði sem hafa náð toppsætinu sem Besti vinnustaðurinn, eða Great Place to Work. Í fyrsta sinn mæling sérstaklega fyrir konur Dagbjört segir að eitt af því góða við að taka þátt í GPTW sé það tækifæri sem vinnustaðir fá til að bera sig saman við fyrirtæki á alþjóðavísu. „Þarna getur maður séð hvernig fyrirtækið er að standa sig í samanburði við til dæmis sambærileg fyrirtæki í Evrópu og þá miðað við mismunandi atriði sem verið er að mæla. Enda er þetta mjög viðamikil vinnustaðagreining sem svörin byggja á,“ segir Dagbjört. Hjá AÞ Þrifum starfa um tvöhundruð og fimmtíu starfsmenn frá þrjátíu þjóðernum. Þar af eru konur um 65% starfsmanna. „Við höfðum áður tekið þátt og náð að vera á lista yfir bestu vinnustaðina á Íslandi. En þar sem fyrirtækið okkar telst frekar kvenlægt vorum við sérstaklega ánægð með að ná þessu fyrsta sæti, sem besti vinnustaðurinn fyrir konur.“ Aðspurð nefnir Dagbjört einkum tvennt sem hún telur hafa haft mikil áhrif á það hversu góðar niðurstöður fengust. „Í fyrsta lagi leggjum við mikla áherslu á jafnrétti en það á ekki aðeins við um jafnrétti út frá kyni heldur jafnrétti almennt. Því hjá okkur starfar fólk frá svo mörgum löndum að öll okkar vinna miðast við að allir upplifi jafnrétti á vinnustaðnum, óháð kyni, kynþætti og svo framvegis,“ segir Dagbjört og bætir við: „Í þessu samhengi má síðan nefna tækifæri til starfsþróunar sem er atriði sem við leggjum mjög mikla áherslu á. Mjög margir millistjórnendur hjá okkur eru konur og mjög margir í stjórnendahópnum eru konur sem hafa unnið sig upp innan fyrirtækisins.“ Dagbjört segir þetta enga tilviljun. Það sé yfirlýst stefna fyrirtækisins að fólk upplifi tækifæri til að vinna sig upp í starfi. „Að sama skapi þarf að bera virðingu fyrir því að ekki allir hafa áhuga á að vinna sig upp í stjórnendastöðu. Alls ekki. En starfstækifæri geta þá líka falist í því að þú færist á milli starfa, sviða eða sérverkefna. Aðalmálið er að fólk upplifi að tækifærin séu til staðar, hafi fólk áhuga.“ Sveigjanleiki vinnutíma og vakta er líka atriði sem Dagbjört telur skipta konur sérstaklega miklu máli. Til dæmis með tilliti til barneigna eða aldurs barna heima. „Hjá okkur er hægt að vinna hlutastarf á kvöldin eða um helgar, eða í fullri dagvinnu og svo framvegis. Það hvaða vinnutími hentar hverjum og einum getur verið mismunandi og jafnvel geta þær aðstæður skapast heima fyrir að tímabundið hentar til dæmis kvöldvinna betur og svo framvegis.“ Sem dæmi nefnir Dagbjört að þegar börnin eru mjög lítil, getur sú staða komið upp á heimilinu að það hentar betur að fá kvöldvinnu tímabundið. Þegar börnin eru síðan orðin eldri, er kannski breytt aftur í dagvinnu. Flestir þjónustustjórarnir okkar eru konur sem hafa sjálfar starfað í ræstingunum og fólk getur leitað til þeirra ef það er áhugi fyrir því eða þörf á því að breyta um vinnutíma, tímabundið eða til lengdar. Þegar þessi staða kemur upp, er reynt að koma til móts við þann tíma sem starfsmaðurinn óskar sérstaklega eftir og fyrir konur held ég að þessi sveigjanleiki sé mjög veigamikið atriði.“ Dagbjört segist telja áherslu fyrirtækisins á jafnrétti sé ein skýringin á því hversu vel vinnustaðurinn er að mælast hjá konum. Þá segir hún mikla áherslu lagða á starfsþróunartækifæri innanhús og eins sé reynt að koma til móts við það þegar konur óska eftir tímabundið eða til langstíma, að breyta vinnutíma sínum. Til dæmis í kjölfar barneigna. Vísir/Vilhelm Lærdómurinn og áskoranir Auðvitað er mjög gaman fyrir fyrirtækið í heild sinni og starfsfólkið að hljóta viðurkenningu sem einn af bestu vinnustöðunum á Íslandi eða besti vinnustaðurinn fyrir konur. Dagbjört segir áskoranirnar samt líka fylgja þátttöku í GPTW. „Við sáum til dæmis á niðurstöðunum í fyrra að fólkið okkar var að kalla sérstaklega eftir meiri fræðslu annars vegar og sterkari samfélagslegri tengingu innan vinnustaðarins,“ segir Dagbjört. „Sem við tókumst þá á við af krafti þótt það væri svolítið flókið. Því starfsemin felur það í sér að fólkið okkar er meira og minna staðsett á öðrum vinnustöðum en hjá AÞ Þrifum. Vinnustaðirnir sem fólkið okkar fer til, eru í raun okkar viðskiptavinir.“ Í kjölfar þessara niðurstaðna var ráðist í ýmsar aðgerðir. „Við dembdum okkur á fullt í alls konar rafræna fræðslu, þannig að fólk gæti auðveldlega sótt sér þessa fræðslu án þess endilega að koma í húsakynni AÞ Þrif. Við lögðum líka áherslu á að fræðslan væri mjög fjölbreytt. Sumt fræðsluefnið er til dæmis fyrst og fremst bara skemmtilegt, eitthvað sem er gaman að vita. Á meðan annað er fræðsla sem tengist þrifum,“ segir Dagbjört. Sem dæmi nefnir hún fræðslustund með Pétri Jóhanni sem kölluð er „Ofur-þjónustan“ og er mjög skemmtileg. En eins er fræðslan auðvitða oft eitthvað sem tengist ræstingum. „Því allir geirar búa yfir einhverri sérþekkingu og í okkar tilfelli felst heilmikil þekking í þrifum. Hvað þarf til að hreinsa þetta eða hitt, hvað virkar best og svo framvegis,“ segir Dagbjört og bætir við: „Mér finnst ég oft langleiðina komin í efnafræðinám bara við það eitt að kynna mér eitthvað nýtt í ræstingum. Því það eru heilmikil fræði sem tengjast faginu. Sérverkefnin eru líka svo mörg, mygluhreinsun, bónleysingar og alls kyns ólík þrif sem kalla á ólík efni og aðferðir.“ Þá er lögð áhersla á að fræðsluefni sé á mörgum tungumálum og til að bæta um betur, var ákveðið að ráða inn mannauðssérfræðing til viðbótar sem stöðugildi, til þess að auka enn á fræðslu og upplýsingamiðlun. „Því allt í sambandi við upplýsingamiðlun var líka stórt atriði og áskorun að takast á við. Upplýsingamiðlunin er líka mikilvægur liður í því að byggja upp sterkari upplifun á vinnustaðnum sem samfélag, en þetta var eitt af því sem við sáum á niðurstöðum að okkar fólk er að kalla eftir.“ Sem dæmi um aðgerð til að efla vinnustaðinn sem samfélag nefnir Dagbjört hamingjuvikuna sem fyrirtækið tók virkan þátt í síðastliðið haust, þar sem heil vika fór í alls kyns viðburði og fræðslu til að gleðja og efla vellíðan og ánægju starfsfólks. Enn eitt atriðið var síðan að auka á aðgengi starfsfólks að stjórnendum. „Við bjuggum til leið eða portal, sem gerir fólki kleift að koma upplýsingum og ábendingum til okkar sem stjórnenda rafrænt og nafnlaust. Þannig getur fólk miðlað til okkar upplýsingum án þess að stíga fram og ræða við stjórnendur sérstaklega.“ En hvað með karlmennina: Er stefna AÞ þrifa að byggja fyrirtækið upp sem kvennavinnustað fyrst og fremst eða er áhugi fyrir því að fjölga karlmönnum? „Vissulega hefðum við áhuga á að fá fleiri karlmenn í til dæmis stjórnendastörfin okkar og fá með þeim fleiri sjónarhorn og meiri breidd því millistjórnendurnir okkar eru almennt konur. Hins vegar virðist vera munur á því í hvaða störf karlmenn leita hjá okkur miðað við konur,“ segir Dagbjört. „Þeir virðast falast meira eftir störfum sem teljast karllægari ræstingastörf. Til dæmis meindýraeyðslu eða gluggaþvott, sem falla undir sérverkefnasviðið okkar.“ Hlutfall kvenna og karla leiðir samtalið aftur að fordómum í garð ræstingastarfsins. „Já það er því miður þannig að fordómar eru oft miklir í garð ræstingastarfsins. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrir okkur að hljóta svona viðurkenningu. Ekki bara fyrir okkur sem vinnustað, heldur líka til að upphefja starfið sem okkar fólk er að sinna. Því þetta er mikilvægt starf,“ segir Dagbjört og bendir á að ef til dæmis ræstingafólk fer í verkfall, þarf oftar en ekki að loka vinnustöðum. „Það gilda til dæmis mjög strangar reglur víða um þrif. Ég nefni sem dæmi þrif hjá matvælafyrirtækjum eða öðrum sambærilegum. Þrif skipta alls staðar mjög miklu máli og í þessu sem öðru, býr starfsfólkið yfir mikilli þekkingu og dýrmætum mannauði.“ Dagbjört segir viðurkenninguna dýrmæta fyrir margra hluta sakir. Á Íslandi starfa mjög mörg ræstingafyrirtæki og því miður er það þannig að umræðan í fjölmiðlum er oftar en ekki frekar neikvæð. Þarna vil ég meina að mannauðs- og markaðsmálin tengist því ef umræða er neikvæð, eru líkur á að fólk horfi síður til þessara starfa en ella,“ segir Dagbjört og bætir við: „Það að hljóta svona viðurkenningu og geta sagt frá því er því eitthvað sem er okkur mjög mikilvægt. Við viljum upphefja ræstingastarfið, sem er afar mikilvægt starf og verðmætt. Og við sem fyrirtæki erum líka stolt af því að vera að vinna að jafnrétti og ýmsum öðrum góðum hlutum til þess að okkar fólki líði sem best.“ Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir CCP náði í fyrstu atrennu og fleiri íslensk fyrirtæki hafa áhuga Það ferli að fá vottunina Great Place to Work var afar langt og strangt segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP. Hún segir það samt hafa verið vel þess virði að fara í gegnum það ferli enda er CCP að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta. 27. nóvember 2020 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Árið 2020 hlaut fyrirtækið CCP vottunina Great Place to Work (GPTW), fyrst íslenskra fyrirtækja. Síðan þá hafa fleiri fyrirtæki hlotið þessa viðurkenningu en segja má að GPTW sé mjög stór vinnustaðagreining, enda GPW alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu. Í dag og á morgun, fjallar Atvinnulífið um frábæra vinnustaði sem hafa náð toppsætinu sem Besti vinnustaðurinn, eða Great Place to Work. Í fyrsta sinn mæling sérstaklega fyrir konur Dagbjört segir að eitt af því góða við að taka þátt í GPTW sé það tækifæri sem vinnustaðir fá til að bera sig saman við fyrirtæki á alþjóðavísu. „Þarna getur maður séð hvernig fyrirtækið er að standa sig í samanburði við til dæmis sambærileg fyrirtæki í Evrópu og þá miðað við mismunandi atriði sem verið er að mæla. Enda er þetta mjög viðamikil vinnustaðagreining sem svörin byggja á,“ segir Dagbjört. Hjá AÞ Þrifum starfa um tvöhundruð og fimmtíu starfsmenn frá þrjátíu þjóðernum. Þar af eru konur um 65% starfsmanna. „Við höfðum áður tekið þátt og náð að vera á lista yfir bestu vinnustaðina á Íslandi. En þar sem fyrirtækið okkar telst frekar kvenlægt vorum við sérstaklega ánægð með að ná þessu fyrsta sæti, sem besti vinnustaðurinn fyrir konur.“ Aðspurð nefnir Dagbjört einkum tvennt sem hún telur hafa haft mikil áhrif á það hversu góðar niðurstöður fengust. „Í fyrsta lagi leggjum við mikla áherslu á jafnrétti en það á ekki aðeins við um jafnrétti út frá kyni heldur jafnrétti almennt. Því hjá okkur starfar fólk frá svo mörgum löndum að öll okkar vinna miðast við að allir upplifi jafnrétti á vinnustaðnum, óháð kyni, kynþætti og svo framvegis,“ segir Dagbjört og bætir við: „Í þessu samhengi má síðan nefna tækifæri til starfsþróunar sem er atriði sem við leggjum mjög mikla áherslu á. Mjög margir millistjórnendur hjá okkur eru konur og mjög margir í stjórnendahópnum eru konur sem hafa unnið sig upp innan fyrirtækisins.“ Dagbjört segir þetta enga tilviljun. Það sé yfirlýst stefna fyrirtækisins að fólk upplifi tækifæri til að vinna sig upp í starfi. „Að sama skapi þarf að bera virðingu fyrir því að ekki allir hafa áhuga á að vinna sig upp í stjórnendastöðu. Alls ekki. En starfstækifæri geta þá líka falist í því að þú færist á milli starfa, sviða eða sérverkefna. Aðalmálið er að fólk upplifi að tækifærin séu til staðar, hafi fólk áhuga.“ Sveigjanleiki vinnutíma og vakta er líka atriði sem Dagbjört telur skipta konur sérstaklega miklu máli. Til dæmis með tilliti til barneigna eða aldurs barna heima. „Hjá okkur er hægt að vinna hlutastarf á kvöldin eða um helgar, eða í fullri dagvinnu og svo framvegis. Það hvaða vinnutími hentar hverjum og einum getur verið mismunandi og jafnvel geta þær aðstæður skapast heima fyrir að tímabundið hentar til dæmis kvöldvinna betur og svo framvegis.“ Sem dæmi nefnir Dagbjört að þegar börnin eru mjög lítil, getur sú staða komið upp á heimilinu að það hentar betur að fá kvöldvinnu tímabundið. Þegar börnin eru síðan orðin eldri, er kannski breytt aftur í dagvinnu. Flestir þjónustustjórarnir okkar eru konur sem hafa sjálfar starfað í ræstingunum og fólk getur leitað til þeirra ef það er áhugi fyrir því eða þörf á því að breyta um vinnutíma, tímabundið eða til lengdar. Þegar þessi staða kemur upp, er reynt að koma til móts við þann tíma sem starfsmaðurinn óskar sérstaklega eftir og fyrir konur held ég að þessi sveigjanleiki sé mjög veigamikið atriði.“ Dagbjört segist telja áherslu fyrirtækisins á jafnrétti sé ein skýringin á því hversu vel vinnustaðurinn er að mælast hjá konum. Þá segir hún mikla áherslu lagða á starfsþróunartækifæri innanhús og eins sé reynt að koma til móts við það þegar konur óska eftir tímabundið eða til langstíma, að breyta vinnutíma sínum. Til dæmis í kjölfar barneigna. Vísir/Vilhelm Lærdómurinn og áskoranir Auðvitað er mjög gaman fyrir fyrirtækið í heild sinni og starfsfólkið að hljóta viðurkenningu sem einn af bestu vinnustöðunum á Íslandi eða besti vinnustaðurinn fyrir konur. Dagbjört segir áskoranirnar samt líka fylgja þátttöku í GPTW. „Við sáum til dæmis á niðurstöðunum í fyrra að fólkið okkar var að kalla sérstaklega eftir meiri fræðslu annars vegar og sterkari samfélagslegri tengingu innan vinnustaðarins,“ segir Dagbjört. „Sem við tókumst þá á við af krafti þótt það væri svolítið flókið. Því starfsemin felur það í sér að fólkið okkar er meira og minna staðsett á öðrum vinnustöðum en hjá AÞ Þrifum. Vinnustaðirnir sem fólkið okkar fer til, eru í raun okkar viðskiptavinir.“ Í kjölfar þessara niðurstaðna var ráðist í ýmsar aðgerðir. „Við dembdum okkur á fullt í alls konar rafræna fræðslu, þannig að fólk gæti auðveldlega sótt sér þessa fræðslu án þess endilega að koma í húsakynni AÞ Þrif. Við lögðum líka áherslu á að fræðslan væri mjög fjölbreytt. Sumt fræðsluefnið er til dæmis fyrst og fremst bara skemmtilegt, eitthvað sem er gaman að vita. Á meðan annað er fræðsla sem tengist þrifum,“ segir Dagbjört. Sem dæmi nefnir hún fræðslustund með Pétri Jóhanni sem kölluð er „Ofur-þjónustan“ og er mjög skemmtileg. En eins er fræðslan auðvitða oft eitthvað sem tengist ræstingum. „Því allir geirar búa yfir einhverri sérþekkingu og í okkar tilfelli felst heilmikil þekking í þrifum. Hvað þarf til að hreinsa þetta eða hitt, hvað virkar best og svo framvegis,“ segir Dagbjört og bætir við: „Mér finnst ég oft langleiðina komin í efnafræðinám bara við það eitt að kynna mér eitthvað nýtt í ræstingum. Því það eru heilmikil fræði sem tengjast faginu. Sérverkefnin eru líka svo mörg, mygluhreinsun, bónleysingar og alls kyns ólík þrif sem kalla á ólík efni og aðferðir.“ Þá er lögð áhersla á að fræðsluefni sé á mörgum tungumálum og til að bæta um betur, var ákveðið að ráða inn mannauðssérfræðing til viðbótar sem stöðugildi, til þess að auka enn á fræðslu og upplýsingamiðlun. „Því allt í sambandi við upplýsingamiðlun var líka stórt atriði og áskorun að takast á við. Upplýsingamiðlunin er líka mikilvægur liður í því að byggja upp sterkari upplifun á vinnustaðnum sem samfélag, en þetta var eitt af því sem við sáum á niðurstöðum að okkar fólk er að kalla eftir.“ Sem dæmi um aðgerð til að efla vinnustaðinn sem samfélag nefnir Dagbjört hamingjuvikuna sem fyrirtækið tók virkan þátt í síðastliðið haust, þar sem heil vika fór í alls kyns viðburði og fræðslu til að gleðja og efla vellíðan og ánægju starfsfólks. Enn eitt atriðið var síðan að auka á aðgengi starfsfólks að stjórnendum. „Við bjuggum til leið eða portal, sem gerir fólki kleift að koma upplýsingum og ábendingum til okkar sem stjórnenda rafrænt og nafnlaust. Þannig getur fólk miðlað til okkar upplýsingum án þess að stíga fram og ræða við stjórnendur sérstaklega.“ En hvað með karlmennina: Er stefna AÞ þrifa að byggja fyrirtækið upp sem kvennavinnustað fyrst og fremst eða er áhugi fyrir því að fjölga karlmönnum? „Vissulega hefðum við áhuga á að fá fleiri karlmenn í til dæmis stjórnendastörfin okkar og fá með þeim fleiri sjónarhorn og meiri breidd því millistjórnendurnir okkar eru almennt konur. Hins vegar virðist vera munur á því í hvaða störf karlmenn leita hjá okkur miðað við konur,“ segir Dagbjört. „Þeir virðast falast meira eftir störfum sem teljast karllægari ræstingastörf. Til dæmis meindýraeyðslu eða gluggaþvott, sem falla undir sérverkefnasviðið okkar.“ Hlutfall kvenna og karla leiðir samtalið aftur að fordómum í garð ræstingastarfsins. „Já það er því miður þannig að fordómar eru oft miklir í garð ræstingastarfsins. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrir okkur að hljóta svona viðurkenningu. Ekki bara fyrir okkur sem vinnustað, heldur líka til að upphefja starfið sem okkar fólk er að sinna. Því þetta er mikilvægt starf,“ segir Dagbjört og bendir á að ef til dæmis ræstingafólk fer í verkfall, þarf oftar en ekki að loka vinnustöðum. „Það gilda til dæmis mjög strangar reglur víða um þrif. Ég nefni sem dæmi þrif hjá matvælafyrirtækjum eða öðrum sambærilegum. Þrif skipta alls staðar mjög miklu máli og í þessu sem öðru, býr starfsfólkið yfir mikilli þekkingu og dýrmætum mannauði.“ Dagbjört segir viðurkenninguna dýrmæta fyrir margra hluta sakir. Á Íslandi starfa mjög mörg ræstingafyrirtæki og því miður er það þannig að umræðan í fjölmiðlum er oftar en ekki frekar neikvæð. Þarna vil ég meina að mannauðs- og markaðsmálin tengist því ef umræða er neikvæð, eru líkur á að fólk horfi síður til þessara starfa en ella,“ segir Dagbjört og bætir við: „Það að hljóta svona viðurkenningu og geta sagt frá því er því eitthvað sem er okkur mjög mikilvægt. Við viljum upphefja ræstingastarfið, sem er afar mikilvægt starf og verðmætt. Og við sem fyrirtæki erum líka stolt af því að vera að vinna að jafnrétti og ýmsum öðrum góðum hlutum til þess að okkar fólki líði sem best.“
Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Starfsframi Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir CCP náði í fyrstu atrennu og fleiri íslensk fyrirtæki hafa áhuga Það ferli að fá vottunina Great Place to Work var afar langt og strangt segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP. Hún segir það samt hafa verið vel þess virði að fara í gegnum það ferli enda er CCP að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta. 27. nóvember 2020 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
CCP náði í fyrstu atrennu og fleiri íslensk fyrirtæki hafa áhuga Það ferli að fá vottunina Great Place to Work var afar langt og strangt segir Erna Arnadóttir VP of People hjá CCP. Hún segir það samt hafa verið vel þess virði að fara í gegnum það ferli enda er CCP að keppa um mjög eftirsótta starfskrafta. 27. nóvember 2020 07:00
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01
Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01